2007


Hagnaður Actavis 29 milljónir evra á öðrum ársfjórðungi

— Góð afkoma í Austur- og Vestur-Evrópu


Helstu atriði
 	
Tekjur á öðrum ársfjórðungi hækkuðu um 4,1% í 378,9 milljónir evra (2F 2006:
364,1 milljónir evra) og um 7,9% í 761,5 milljónir evra (1H 2006 705,9
milljónir evra) á fyrstu 6 mánuðum ársins, einkum vegna góðrar afkomu í Austur
og Vestur Evrópu. Undirliggjandi tekjuvöxtur  í fjórðungnum nam 4,8% (2F 2006
pro forma: 361,6 milljónir evra) og um 7,1% á fyrri helmingi ársins (1H 2006
pro forma: 711,1 milljónir evra). 

      o  Sala í Mið- og Austur-Evrópu og Asíu jókst í 157,1 milljónir evra (2F
         2006 proforma: 144,8 milljónir evra). Undirliggjandi vöxtur nam 8,5% í
         fjórðungnum og 12,6% á fyrstu 6 mánuðum ársins. 
  
      o  Salan í Vestur-Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku jókst um 23,0% í 86,3
         milljónir evra (2F 2006 pro forma 70,2 milljónir evra). Undirliggjandi
         vöxtur á fyrstu 6 mánuðunum nam 16,3%. 
 
      o  Sala í Norður-Ameríku nam 96,3 milljónum evra (2F 2006 pro forma 111,4
         milljónir evra), sem er í samræmi við væntingar stjórnenda. Þetta er
         13,5% lækkun frá öðrum fjórðungi 2006, sem var sérlega sterkur
         fjórðungur á svæðinu. Á fyrri helmingi ársins drógust tekjur á
         markaðnum saman um 4,6%. 

      o  Sala til þriðja aðila jókst um 6,7 % í 35,7 milljónir evra (2F 2006 pro
         forma 33,4 milljónir evra) í fjórðungnum. Á fyrri helmingi ársins eru
         tekjur sambærilegar við fyrra ár. 

• Góð EBITDA framlegð var í fjórðungnum en hún nam 22,2% og var 21,5% á fyrri
  helmingi ársins.
 
• Hagnaður eftir skatta var 29,3 milljónir evra á öðrum ársfjórðungi og lækkaði
  um 2,6% frá fyrra ári, en hagnaður nam 56,3 milljónum evra á fyrri helmingi
  ársins. 

• Undirliggjandi þynntur hagnaður á hlut var 0,00680 (2F 2006 0,00787) á öðrum
  fjórðungi og 0,01340 (1H 2006 0,01502) á fyrri helmingi ársins. 

• Alls voru markaðssett 145 samheitalyf (84 einstök lyf) í fjórðungnum og alls
  225 á fyrri helmingi ársins
 
• Fjárfestingarfélagið Novator gerði yfirtökutilboð til hluthafa Actavis og
  tryggði sér 99,66% hlutafjár. Stjórn Actavis óskaði í kjölfarið eftir
  afskráningu úr OMX kauphöllinni á Íslandi.


Actavis President & CEO, Robert Wessman, commented: 
“This has been another strong quarter for Actavis, with a particularly good
performance in our European business. In the US, we expect to launch a number
of new products in the second half and we now have a record number of pending
ANDAs, supporting our growth in the market as we move into next year. Our core
markets continue to perform well and we are on track to achieve our financial
goals for the year. 

“The senior management team at Actavis looks forward, as a private company, to
continue the Company's strong track record of growth. With one of the strongest
product pipelines in the industry and diverse geographic reach, we are
confident that Actavis is well placed to continue to grow its share in the key
European and US markets.”

Attachments

actavis group - frettatilkynning.pdf actavis group - financial statements 2q 2007.pdf