- Árshlutareikningur fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2008


Stjórn Nýsis hf samþykkti á stjórnarfundi 14. október  2008, árshlutareikning
samstæðunnar fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2008. 

Árshlutareikningurinn er gerður í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal,
IAS 34 - Árshlutareikningsskil. 

Fastafjármunir nema í lok tímabilsins 63.432 milljónum kr. og veltufjármunir
6.405 milljónum kr.  Eignir eru samtals 69.837 milljónir kr. Skuldir og
skuldbindingar samstæðunnar nema 71.420 milljónum kr. og eigið fé í lok
tímabilsins er neikvætt um 1.582 milljónir kr. að meðtaldri hlutdeild
minnihluta.  Velta samstæðunnar á tímabilinu var 5.250 milljónir kr.
Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsgjöld var 373 milljónir kr.. Eftir
fjármagnsgjöld og reiknaða skatta var tap  af starfseminni sem nam samtals
6.137  milljónum kr.  Helsta ástæða tapsins er að fjármagnsgjöld hafa hækkaða
verulega á milli ára,  aðalega vegna mikillar  gengislækkunar  íslensku
krónunnar ásamt því að ekki hefur verið lokið við endurfjármögnun á
óveðtryggðum skuldum félagsins. Eigið fé er neikvætt um 1.582 milljónir en að
t.t.t þess  að ekki komi til greiðslu skattskuldbindingar að upphæð 2.015
milljónir kr  þá er eigið fé jákvætt um rúmar 430 milljónir kr. Eins er vert að
benda á að mikið er um víkjandi hluthafalán inn í samstæðunni. 

Helstu lykiltölur úr samstæðuárshlutareikningi  30. júní 2008 í þús. króna eru
birtar í viðhengi. 

Reksturinn á tímabilinu 1. janúar til 30. júní 2008

Árshlutareikningur Nýsis hf er samstæðureikningur Nýsis hf og dótturfélaga.  
Í lok tímabilsins eru dótturfélögin eftirfarandi: Nýsir fasteignir hf, Nýsir
Services ehf., Stofn fjárfestingarfélag ehf., Nýsir International hf., Nýsir
þróunarfélag hf., Mörkin eignarhaldsfélag ehf., Faenus ehf., Meritum ehf.,
Nysir Mediterranean Limited, Operon International og Nysir UK Limited. 

Dótturfélög Nýsis fasteigna eru: Grípir ehf, Iði ehf, Nýtak ehf, Engidalur ehf,
Þekkur ehf, Hafnarslóð ehf, Laugahús ehf., Teknikum ehf., Fasteignafélag
Austurbæjar ehf., Gránufélagið ehf., Borgarhöllin hf og Egilshöllin ehf. 

Dótturfélög Stofns fjárfestingarfélags eru Salus ehf. (50%), Faxafen ehf.
(50%), Hraðbraut ehf. (50%), Sjáland ehf. (67%), Heilsuakademían (60%),
Skotsilfur (100%) og Mostur (100%).  Mostur er 70% eigandi Laxnesbúsins
ehf.Meritum ( 73%) Önnur dótturfélög Nýsis International hf. eru Nysir Danmark
A/s (100%)  Í eigu Nysir Danmark ApS eru Jehl Aps Tietgens Have (100%) og Jehl
ApS Atriumhuset (100%) Í eigu Nysir Uk Limited eru NYOP Aberdeen Limited
(100%), NYOP Ruthin Ltd (100%) og IBSEC (Operon) (69%) 

Nýsir þróunarfélag hf. er eigandi að dótturfélögunum Golf ehf. (82,7%),
Viðskiptahöllinni ehf. (100%) og Austurgötu (50%). 

Öll þessi félög innifalin í samstæðureikningi félagsins.

Nýsir er eigandi að nokkrum hlutdeildarfélögum.  Má þar nefna
Eignarhaldsfélagið Portus ehf. (50%), Situs ehf. (50%) og Fasteignafélagið
Lækjarhlíð ehf. (50%). 
 
 Áætlað er að velta félagsins á árinu verði um 11-12 milljarðar króna á árinu
2008 en hún var 9,2 milljarðar á árinu 2007. Um 82% tekna eru vegna
fasteignastjórnunarsamninga, um 18% eru leigutekjur af fasteignum.  Um 80-90%
tekna félagsins eru vegna samninga við opinbera aðila til lengri tíma um leigu,
fasteignastjórnun, heilbrigðisþjónustu og menntun. 

Á fyrri hluta þessa árs stofnaði  Stofn fjarfestingarfélag félagið Creatrix A/S
í Danmörku ásamt Parken A/S.  Á sama tíma keypti Creatrix A/S miðasölufélögin
Billetlugen A/S og Miða hf. Í tengslum við þessi viðskipti var stofnað
eignarhaldfélagið Meritum sem félagið á 73%  hlut í. Aðrir fyrrverandi
hluthafar í Miða hf eiga 27% í Meritum. 

Framtíðaráform

Félagið hefur tekist á hendur aukin verkefni á sviði einkaframkvæmdar,
fjárfestinga í fasteignum, fasteignastjórnunar og rekstrarverktöku.  Umsvif
félagsins hafa  aukast mjög hratt og hefur það m.a. sótt mjög fram í Bretlandi.
Félagið hefur unnið að tilboðsverkefnum og eflingu fasteignastjórnunarfélagsins
Operon í Bretlandi Tekjustreymi félagsins  er traust og öflugt í gegnum
langtímasamninga við opinbera aðila. 

Félagið hefur unnið hörðum höndum að endurfjármögnun á árinu og var gerður
samningur við fjármálastofnun um ráðgjöf á því sviði. Unnið var með  með
kröfuhöfum, fjármálastofnunum og fjárfestum að leysa úr þeirri erfiðu stöðu sem
uppi er sökum lánsfjárkreppunar. Í september s.l. komu  kauptilboð frá
Landbanka Íslands hf og Kaupþing Banka hf um kaup á öllum eignum félagsins. Í
ljósi nýrrar og gjörbreyttrar stöðu eru brosnar forsendur fyrir kauptilboðunum.
Kauptilboðin eru því ekki lengur í gildi.  Unnið er áfram með kröfuhöfum um
mögulegar skuldbreytingu og hugsanlega  aðkomu að félaginu. Niðurstöðu er að
vænta fljótlega. Vakin er athygli á skýringu 13 í árshlutareikningi sem fjallar
um fjárhaglegastöðu félagsins. 
 
Nánari upplýsingar veitir Höskuldur Ásgeirsson forstjóri  í síma 540-6300 og
Stefán Þórarinsson stjórnarformaður í síma 540-6300.

Attachments

nysir arshlutareikningur 2008 141008.pdf frettatilkynning asamt lykiltolum.pdf