- Kaupþing banki hf. óskar eftir afskráningu


Skilanefnd Kaupþings banka hf. hefur óskað eftir því við OMX Nordic
Exchange á Íslandi að viðskiptum með hlutabréf félagsins á Nordic
Market verði hætt, samanber 2. málsgrein 24. greinar laga númer
110/2007 um kauphallir.

Til grundvallar beiðninni liggur bréf stjórnar Kaupþings banka hf.
til Fjármálaeftirlitsins (FME) dagsett 8. október síðastliðinn þar
sem stjórnin segir af sér og óskar eftir því að skilanefnd skipuð af
FME taki yfir rekstur bankans, samkvæmt lögum númer 125/2008 um
sérstakar aðstæður á fjármálamarkaði.