- Birting ársreiknings 2008


Samkvæmt 2. mgr. 56. gr., sbr. 57. gr. laga nr. 108/ 2007 um verðbréfaviðskipti
er félögum sem aðeins hafa skráð skuldabréf heimilt að birta ekki uppgjör í
kauphöll ef lágmarksfjárhæð hvers skuldabréfs er a.m.k. 50.000 EUR að
nafnvirði.  Þar sem Milestone er eingöngu með skráðan skuldabréfaflokk í
Kauphöllinni hefur stjórn félagsins ákveðið að nýta þessa lagaheimild og birta
ekki uppgjör félagsins í Kauphöllinni. 

Fyrir liggur að eiginfjárstaða Milestone er neikvæð og á félagið í viðræðum við
kröfuhafa um fjárhagslega endurskipulagningu, sbr. tilkynningu sem birt var í
Kauphöllinni þann 19. nóvember 2008. 

Ársreikningur Milestone verður lagður fyrir aðalfund félagsins.

Nánari upplýsingar:
Guðmundur Ólason, forstjóri 
Sími: 414-1800