Milestone nauðasamningsfrumvarp


Á kröfuhafafundi Milestone ehf. sem fram fór í dag voru greidd atkvæði um
nauðasamningsfrumvarp félagsins. 

Atkvæði féllu þannig að 84,1% kröfuhafa greiddu atkvæði með frumvarpinu miðað
við fjárhæð krafna og 79,6% miðað við höfðatölu. 8,17% greiddu atkvæði á móti
miðað við fjárhæð og 11,1% miðað við höfðatölu. Nokkrir atkvæðismenn gáfu ekki
uppi afstöðu eða mættu ekki til fundar. Nauðasamningsfrumvarpinu var hafnað þar
sem tilskilinn atkvæðafjöldi (94%) náðist ekki fyrir frumvarpinu. 

NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITIR
Guðmundur Ólason, forstjóri Milestone: 414 1800