- Ársuppgjör Exista fyrir árið 2008


Exista hf. birtir í dag uppgjör vegna ársins 2008:
• Bókfært eigið fé nam 200 milljónum evra (34 milljarðar króna), lækkaði um rúm
  90% 
• Heildareignir námu 2,3 milljörðum evra (391 milljarður króna), lækkuðu um rúm
  70% 
• Heildarskuldir lækkuðu um 3,5 milljarða evra (602 milljarðar króna), eða 63%
• Afkoma eftir skatta var neikvæð um 1,6 milljarð evra á árinu (206 milljarða
  króna) 
• Fall Kaupþings banka hf. og sala eignarhluta Exista í Sampo Group hafði
  verulega  neikvæð áhrif á afkomu á árinu 2008 
• Exista brást við ytri áföllum á fjórða ársfjórðungi með sölu eigna, meðal
  annars í Sampo og Storebrand 
• Söluandvirði eigna notað til að greiða niður skuldir


Exista á í viðræðum við helstu lánveitendur um fjárhagslega endurskipulagningu
og framtíð félagsins. 

Exista bíður niðurstöðu í dómsmálum um uppgjör gjaldmiðlasaminga við Kaupþing
banka og Glitni banka. Niðurstöður þeirra mála munu skipta verulegu máli
varðandi afkomu félagsins og eigið fé.

Attachments

exista annual results 2008.pdf afkomuskyrsla exista 2008.pdf