Hluthafafundur í Bakkavör Group hf.


Hluthafafundur í Bakkavör Group hf., kt. 410886-1629, Ármúla 3, 108 Reykjavík,
verður haldinn að Ármúla 3 þann 26. mars 2010 og hefst kl: 16:00. 

Dagskrá: 

1. Kynning á nauðasamningi sem félagið hefur gert við kröfuhafa sína.  

2. Tillaga um að breyta félaginu í einkahlutafélag í samræmi við ákvæði 
   132.gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög og afskrá félagið í kjölfarið af 
   Nasdaq OMX Iceland. 

3. Tillaga um að taka upp nýjar samþykktir fyrir félagið. Tillagan greinist í 
   eftirfarandi aðal- og varatillögur: 

   a. aðallega tillaga um að taka upp nýjar samþykktir sem gera ráð fyrir
      hlutum í þremur hlutaflokkum, flokkum A, B og C; eða 

   b. til vara tillaga um að taka upp nýjar samþykktir sem gera ráð fyrir hlutum
      í tveimur hlutaflokkum, flokkum A og B. 

   Báðar tillögur að nýjum samþykktum gera ráð fyrir að núverandi hlutum í 
   félaginu verði breytt í A hluti þar sem hver hlutur er að nafnvirði 
   ein króna. 

   Báðar tillögur fela einnig í sér heimildir til stjórnar til að hækka hlutafé
   félagsins og heimild til að breyta, með tilvísun í VI. kafla laga 
   nr. 138/1994 um einkahlutafélög og í nauðasamning félagsins, samtölu 
   skulda félagsins, sem nemur 55% ef teknar verða upp samþykktir þær sem 
   lagðar eru til undir dagskrárlið 3a að ofan og 100% ef teknar verða upp
   samþykktir þær sem lagðar eru til undir dagskrárlið 3b að ofan (eftir 
   breytingu á um það bil 1% í B hluti) af heildarútistandandi samningskröfum
   undir nauðasamninginum í A hluti í félaginu 

   Tillögurnar gera ráð fyrir að forgangsréttur hluthafa eigi almennt ekki við,
   sbr. 3. mgr. 24. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög.

4. Tillaga um starfskjarastefnu. 

5. Önnur mál. 


Réttindi hluthafa 

Hluthafar geta fengið ákveðin mál tekin fyrir á hluthafafundinum ef þeir gera
um það skriflega kröfu til stjórnar félagsins. Hluthafar skulu koma slíkri
kröfu á framfæri til stjórnar félagsins eigi síðar en átta dögum fyrir
hluthafafundinn. 


Aðgangur að upplýsingum og gögnum 

Drög að dagskrá, endanlegar tillögur frá stjórn félagsins, þ.m.t. drög að nýjum
samþykktum fyrir félagið, ársreikningar og upplýsingar um hluti og atkvæðisrétt
á dagsetningu þessa fundarboðs verða aðgengilegar hluthöfum til sýnis 21 degi
fyrir hluthafafundinn. 

Lokaútgáfa dagskrár og allar tillögur verða aðgengilegar hluthöfum til sýnis
sjö dögum fyrir hluthafafundinn. 

Allar upplýsingar og gögn verða aðgengileg í höfuðstöðvum félagsins að Ármúla 3
og á heimasíðu félagsins www.bakkavor.is 


Umboð 

Félagið mun taka gild umboð sem eru undirrituð af skráðum hluthafa. Þegar um er
að ræða lögaðila skal umboðið undirritað af aðila sem heimilt er að skuldbinda
félagið. Heimilt er að senda umboðið til félagsins í viðhengi með tölvupósti og
skal vera afhent félaginu eigi síðar en 22. mars nk. 


Atkvæðagreiðsla 

Kjörseðlar og önnur gögn verða aðgengileg að Ármúla 3 frá kl: 15 daginn sem
hluthafafundurinn er haldinn. 

Hluthöfum er heimilt að óska eftir því að fá að greiða atkvæði bréflega um þau
mál sem eru á dagskrá hluthafafundarins. Þeim hluthöfum sem þess óska er bent á
að fylla út eyðublað sem nálgast má á vefsíðu félagsins eigi síðar en fimm
dögum fyrir fundinn. 


Reykjavík, 4. mars 2010

Stjórn Bakkavarar Group hf.