Fjarskipti hf. : Tilkynning til Kauphallar um hækkun hlutafjár, viðskipti með eigin bréf og greiðslu kaupverðs


Hlutafé Fjarskipta hf., kt. 470905-1740, með auðkenninu VOICE og ISIN nr. IS0000020485 hefur verið hækkað um 23.923.376 hluti þar sem hver hlutur er 10 kr. að nafnvirði. Heildarhlutafé Fjarskipta hf. verður því kr. 2.964.141.740, en var fyrir hækkun kr. 2.725.180.980.  Hækkunin er í samræmi við heimild samkvæmt 4. gr. í samþykktum félagsins, dags. 16. mars 2017, og ákvörðun stjórnar um að nýta þá heimild til að inna af hendi hluta kaupverðs og framkvæma hækkunina.

Hækkunin fer fram í tilefni af kaupsamningi, dags. 14. mars 2017, er kveður á um að Fjarskipti hf. kaupi rekstrarhluta og nánar tilgreindar eignir og réttindi 365 miðla hf. Greiðsla kaupverðs fer að hluta til fram með hlutabréfum í Fjarskiptum hf.  Hið nýja hlutafé, 23.923.376 hlutir, og eigin hlutir útgefanda, 8.457.576 hlutir, skal ganga til 365 miðla hf. á genginu 52,5 til greiðslu hluta kaupverðs hinn 1. desember 2017. Að öðru leyti fer greiðsla kaupverðs fram með greiðslu 1.575.000.000 kr. í reiðufé og yfirtöku vaxtaberandi skulda að fjárhæð 4.600.000.000 kr.  Einnig yfirtekur Fjarskipti efnisbirgðir sem fylgja hinu keyptu einingum til jafns við yfirteknar viðskiptaskuldir, alls fyrir kr. 1.550.000.000 m.kr., sbr. fjárfestakynning frá 14. mars sl.

Greiðsla reiðufjár verður innt af hendi í dag og hækkunin tilkynnt til hlutafélagaskrár.

 Frekari upplýsingar:

  • Guðfinnur Sigurvinsson, samskiptastjóri Vodafone, tekur á móti fyrirspurnum í gegnum netfangið fjarfestatengsl@vodafone.is eða í síma 669-9330.

Attachments

Tilkynning Fjarskipta