Spölur - Ársuppgjör 1. janúar 2017 til 31. desember 2017



Ársuppgjör 1. janúar 2017 til 31. desember 2017

  • Hagnaður Spalar ehf eftir skatta fyrir tímabilið 1. janúar 2017 til 31. desember 2017 nam 747 mkr., hagnaður á rekstrarárinu 1. janúar 2016 til 31. desember 2016 nam 635 mkr. Hagnaður Spalar ehf eftir skatta á fjórða ársfjórðungi félagsins sem er 1. október 2017 til 31. desember 2017 nam 130 mkr. en á sama tíma árið á undan nam hagnaður félagsins 114 mkr. Spölur er að fullu í eigu Eignarhaldsfélagsins Spalar hf.
  • Greiðsluflæðið gefur betri mynd af gangi félagsins þar sem verðbætur vegna vísitöluhækkana lána dreifast til greiðslu fram til loka lánstímans, þ.e. 2018. Greiðslugeta félagsins undanfarin 5 ár hefur verið sterk. Um 427 mkr. (2016:815 mkr.) voru greiddar í afborganir og vexti á tímabilinu og nauðsynlegt umframfjármagn var að auki til staðar 31. desember 2017 eins og lánasamningar gera ráð fyrir.
  • Veggjald ársins nam 1.520 mkr. til samanburðar við 1.405 mkr. árið áður sem er 8,2% hækkun.
  • Rekstrarkostnaður Spalar ehf án afskrifta fyrir tímabilið 1. janúar 2017 til 31.desember 2017 nam 444 mkr. og hækkar um rúma 22 mkr frá árinu áður þegar hann nam  mkr. 422. Helsta breytingin er vegna aukins launakostnaðar.
  • Afskriftir á árinu námu samtals 126 mkr. og voru á sama tímabili árið áður 123 mkr.
  • Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld lækka á milli ára um 51 mkr. 
  • Skuldir Spalar ehf lækka úr 2.053 mkr. þann 31. desember 2016 í 1.699 mkr. þann 31. desember 2017.

Um uppgjörið

Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar, segir að umferð og tekjur séu heldur minni en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir.

Tímabilið frá 1. janúar 2017 til 31. desember 2017 er nítjánda fjárhagsár félagsins. Á þessu tímabili fóru 2.550 þúsund ökutæki um göngin sem greiddu veggjald sem er um 8% aukning frá sama tímabili árið áður. Þessi fjöldi samsvarar því að um 6.986 ökutæki hafi farið um göngin að meðaltali dag hvern. Meðaltekjur fyrir hverja ferð um göngin stendur í stað frá fyrra ári.

_________________________________________________________________________________________________
Nánari upplýsingar veitir Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar ehf, í síma 433 5910.

Lykiltölur úr rekstri Spalar ehf. í þúsundum króna    
  1/1 2017 -1/1 2016 -1/1 2015 -1/1 2014 -1/1 2013 - 
 31/12 201731/12 201631/12 201531/12 201431/12 2013 
Rekstrartekjur      
Veggjald .....................................................................1.520.2111.405.1521.196.5941.136.4651.091.241 
       
Rekstrargjöld      
Viðhald og rekstur ganga .....................................…..274.294258.929233.583187.334185.126 
Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður .....................…….166.375161.856150.426142.265139.435 
Tapaðar kröfur............................................................3.7201.2512.4985.2104.208 
Afskriftir ......................................................................126.412122.739123.785120.926119.763 
 570.800544.775510.292455.735448.532 
       
Rekstrarhagnaður949.411860.377686.301680.730642.709 
       
Fjármunatekjur- og (fjármagnsgjöld)-15.914-67.225-110.010-124.723-198.806 
       
Hagnaður fyrir skatta933.497793.153576.292556.007443.903 
       
Tekjuskattur ..............................................................-186.710-158.645-115.258-111.201-88.781 
Hagnaður ársins746.786634.507461.033444.806355.123 
    


 31/12 201731/12 201631/12 201531/12 201431/12 201331/12 2012
       
Eignir samtals4.951.374 4.603.235 4.676.655 4.715.420 4.687.492 4.724.034 
Eigið fé3.252.722 2.549.935 2.030.428 1.614.395 1.214.589 903.467 
Skuldir samtals1.698.652 2.053.299 2.646.227 3.101.025 3.472.903 3.820.567 
Veltufjárhlutfall0,90 0,47 0,48 0,50 0,48 0,54 
Eiginfjárhlutfall65,69%55,39%43,42%34,24%25,91%19,12%

Grundvöllur reikningsskila

Ársreikningurinn er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir hafa verið samþykktir af EB.

Rekstrarreikningur

Hagnaður ársins nam 747 mkr. og fyrir sama tímabil árið áður var hagnaður félagsins 635 mkr.

Rekstrarhagnaður ársins fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld nam 949 mkr. fyrir sama tímabil árið áður nam hagnaðurinn 860 mkr.

Tekjur

Veggjald á árinu nam 1.520 mkr. samanborið við 1.405 mkr. árið áður og hækkar því um 8,2%. Hækkunina má rekja til aukningar á umferð á árinu 2017.

Gjöld

Rekstrarkostnaður félagsins án afskrifta á árinu var 444 mkr. kostnaðurinn hækkar um 5,2% frá sama tímabili árið áður þegar hann nam 422 mkr.
Rekstrarkostnaður án afskrifta á fjórða ársfjórðungi nam 123 mkr. og hækkar um 14 mkr. frá sama ársfjórðungi árið áður þegar hann var 109 mkr.

Afskriftir

Afskriftir á tímabilinu voru 126 mkr.  fyrir sama tímabil árið áður voru afskriftir 123 mkr. 

Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld

Á tímabilinu voru fjármunatekjur og fjármagnsgjöld 16 mkr og lækka um 76% frá sama tímabili árinu áður þegar þau voru 67 mkr.  Lækkunina má rekja til lækkunar á langtímaskuldum félagsins.

Efnahagsreikningur

Eignir

Heildareignir Spalar ehf 31. desember 2017 voru 4.951 mkr. Þann 31. desember 2016 námu þær 4.603 mkr. eignir félagsins hafa því hækkað um 348 mkr.

Eigið fé og skuldir

Eigið fé Spalar er 3.253 mkr. og hækkar um 703 mkr. frá 31. desember 2016.

Skuldir félagsins námu 1.699 mkr. 31. desember 2017 og lækka þær um 355 mkr. frá 31. desember 2016. Þessi lækkun skýrist að stærstum hluta til af afborgunum langtímalána.

Sjóðstreymi

Handbært fé frá rekstri var 1.127 mkr. á tímabilinu 1. janúar 2017 til 31. desember 2017 en fyrir sama tímabil árið áður var handbært fé frá rekstri 1.112 mkr.

Handbært fé stendur í 797 mkr. í lok desember 2017.

Þróun rekstrar

Hér á eftir má sjá afkomu rekstrar og þróun hans á milli ársfjórðunga frá 1. október 2016 til 31. desember 2017.

Ársfjórðungsyfirlit í þúsundum króna  4. ársfj.3. ársfj.2. ársfj.1. ársfj.4. ársfj.
 1/10 17 -1/7 17 -1/4 17 -1/1 17 -1/10 16 -
 31/12 1730/9 1730/6 1731/3 1731/12 16
      
Veggjald .......................................................316.228517.270413.201273.513288.670
Viðhald og rekstur ganga .............................-78.293-55.837-80.787-59.377-68.783
Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður ...............-42.696-40.053-41.973-41.652-39.836
Tapaðar kröfur................................................-1.892-871-438-51918
Rekstrarhagn. f. afskriftir (EBITDA) ..........193.347420.509290.002171.965180.069
Afskriftir.........................................................-32.223-31.874-31.406-30.910-31.875
Rekstrarhagnaður (EBIT) ...........................161.124388.636258.596141.055148.194
      
Fjárm.tekjur- og (fjárm.gjöld) - nettó .............1.405-2.049-9.406-5.865-5.832
      
Hagnaður fyrir skatta .........................162.530386.586249.191135.190142.362
      
Tekjuskattur .............................................. ...-32.506-77.317-49.838-27.049-28.487
      
Hagnaður ársfjórðungs .....................130.024309.269199.353108.141113.875

 

Rekstrarhorfur og framtíðarsýn

Gert er ráð fyrir að félagið og göngin verði afhent ríkinu síðar á árinu 2018.

Endurskoðun

Ársuppgjörið hefur verið endurskoðað af endurskoðendum félagsins, PricewaterhouseCoopers ehf. Stjórn og framkvæmdastjóri Spalar ehf hafa í dag samþykkt ársreikning félagsins fyrir árið 2017.

Spölur ehf ársreikn 31 12 2017


Attachments

Spölur ehf ársreikn  31 12 2017