Ársreikningur Stykkishólmsbæjar 2017


Í dag 26. apríl 2018 var ársreikningur Stykkishólmbæjar 2017 tekinn til fyrri umræðu. Eins og sveitarstjórnarlög kveða á um, skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjórn. Seinni umræða verður 15. maí n.k.

Ársreikningur Stykkishólmsbæjar árið 2017 hefur að geyma ársreikning fyrir þær rekstrareiningar sem falla undir A hluta starfsemi sveitarfélagsins og samantekinn ársreikning fyrir alla starfsemi þess, þ.e. A og B hluta, sbr. 60. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011.

Ársreikningurinn er gerður samkvæmt kostnaðarverðsreglu og í samræmi við sveitarstjórnarlög, lög um ársreikninga nr. 3/2006, reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga nr. 1212/2015. Ársreikningurinn byggir í meginatriðum á sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður, en birtar eru viðbótarupplýsingar í skýringum í samræmi við ákvæði nýrra sveitarstjórnarlaga og auglýsingu ráðuneytisins.

Sjá helstu lykiltölur og ársreikning í viðhengjum.

Viðhengi


Attachments

Fréttatilkynning 2018 - helstu lykiltölur Samstæða Stykkishólmsbær 2017-22.4.2018