Síminn hf. – Hæstiréttur dæmir Símanum í vil


Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag Símanum í vil í staðfestingarmáli Símans hf. gegn Sýn hf. (áður Fjarskipti hf.), sbr. mál nr. 329/2017 vegna lögbanns sem Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu lagði á 16.desember 2015.

Lögbannið var sett vegna upptöku Sýn hf. á sjónvarpsefni sjónvarpsstöðvanna Sjónvarps Símans (áður SkjárEinn) og Sjónvarps Símans HD (áður SkjárEinn HD) og ólínulega miðlun efnis.

Ofangreint mál er eitt af þeim sem að félagið stendur í málarekstri vegna, eins og fram kemur í skýringu 16 með samstæðuárshlutareikningi Símans hf. fyrir annan ársfjórðung 2018.

Hæstiréttur samþykkti kröfu Símans hf. og staðfesti bæði lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og dóm Héraðsdóms Reykjavíkur og taldi aðgerðir Sýnar hf. ólögmætar og að þær hefðu brotið gegn hagsmunum Símans hf.

Hæstiréttur tekur það sérstaklega fram að ágreiningslaust sé að reglur 44. og 45. gr. fjölmiðlalaga um flutning myndefnis nái eingöngu til línulegrar miðlunar sjónvarpsefnis. Þá segir Hæstiréttur að 46. gr. laganna mæli fyrir um hvernig skal skorið úr ágreiningi um samning vegna flutnings línulegrar myndmiðlunar. Að þessum reglum slepptum er ekki að finna í lögum aðrar einhliða heimildir fjarskiptafyrirtækis til að flytja sjónvarpsefni fjölmiðlaveitu segir í dómi Hæstaréttar.

Síminn hf. fagnar niðurstöðunni sem staðfestir ólögmætar aðgerðir Vodafone. Félagið mun leita réttar síns gagnvart Vodafone í kjölfarið.

 

Nánari upplýsingar veitir Orri Hauksson, forstjóri Símans.

Sími: 550-6003 Netfang : orri@siminn.is