Uppgreiðsla á skuldabréfaflokki SREFS 12 1


SRE Fjármögnun 2, fagfjárfestasjóður í rekstri Stefnis hf., gaf þann 13. október 2012
út skuldabréfaflokkinn SREFS 12 1, sem skráður er í Kauphöll Íslands.

Lántaki sjóðsins, Reitir - skrifstofur ehf., hefur í dag tilkynnt sjóðnum að hann muni
nýta sér rétt til uppgreiðslu. Í samræmi við skilmála skuldabréfaflokksins
myndast uppgreiðsluskylda sjóðsins á flokknum. Uppgreiðslugjald nemur 0,75% af
uppreiknaðri fjárhæð þeirrar afborgunar, sem greidd er umfram hina
samningsbundnu afborgun á viðkomandi gjalddaga.

Næsti gjalddagi skuldabréfsins er 15. nóvember 2018 og verður flokkurinn greiddur upp þann dag.

Frekari upplýsingar veitir Anna Kristjánsdóttir, forstöðumaður skuldabréfa hjá
Stefni hf.: S: 444 7461