Arion Banki: Útboð sértryggðra skuldabréfa þann 3. júní 2020


Arion banki verður með útboð á sértryggðu skuldabréfaflokkunum ARION CB 24 og ARION CBI 26 þann 3 júní næstkomandi.

Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta á Nasdaq Iceland þann 10. júní 2020.

Verðbréfamiðlun Arion banka hefur umsjón með útboðinu. Tilboðum skal skilað á tölvupóstfangið miðlun@arionbanki.is fyrir kl 16:00 þann 3. júní 2020.

Nánari upplýsingar veitir Theódór Friðbertsson, fjárfestatengslum Arion banka, theodor.fridbertsson@arionbanki.is,