Afkoma Atorku Group hf. fyrir árið 2007


Helstu niðurstöður fyrir árið 2007:

Samstæðureikningur:

  * Tap eftir skatta í samstæðureikningi Atorku Group hf., var 900
    milljónir króna.
  * Tap á fjórða ársfjórðungi var 3.373 milljónir króna.
  * Tekjur ársins voru 71,3 milljarðar króna.
  * Heildareignir samstæðunnar í lok ársins voru 103,7 milljarðar
    króna.
  * Eigið fé var 9 milljarðar króna í lok ársins.

Móðurfélagsreikningur:

  * Hagnaður eftir skatta á árinu 2007 var 8.141 milljónir króna.
  * Hagnaður eftir skatta á fjórða ársfjórðungi var 1.371 milljónir
    króna
  * Heildareignir í lok árs voru um 62.325 milljónir króna, jukust um
    45% á milli ára.
  * Eigið fé var 23.376 milljónir króna 31. desember 2007, sem er
    aukning um 36% frá árslokum 2006 að teknu tilliti til
    arðgreiðslu.
  * Arðsemi eigin fjár á árinu 2007 var 47%
  * Eiginfjárhlutfall er 38%
  * Hagnaður á hlut  er 2,58

Helstu viðburðir

  * Allur eignarhlutur í Jarðborunum var seldur til Geysir Green
    Energy. Heildarvirði (Enterprise Value) sölunnar var 17,7
    milljarðar króna. Innleystur hagnaður frá upphafi
    fjárfestingarinnar er um 11 milljarðar króna.
  * Atorka hefur endurfjármagnað stærstan hluta af skammtímalántökum
    sínum, með nýjum lántökum til 2 ára eða lengur. Aðeins 9% af
    langtímaskuldum eru til greiðslu á árinu 2008.
  * Atorka gerðist kjölfestufjárfestir í Geysir Green Energy og
    keypti 32% hlut í ágúst. Í febrúar 2008 jók Atorka eignarhlut
    sinn í Geysi og er nú stærsti hluthafinn með um 44% hlut.
  * Jarðboranir gerðu samning við Landsvirkjun um borun á fimm
    rannsóknarholum á næsta ári. Um mitt ár stofnaði Jarðboranir
    Hekla Energy í Þýskalandi til að mæta aukinni útrás félagsins og
    hafa Jarðboranir nú þegar hafið borverkefni í Þýskalandi fyrir
    Exorku, dótturfélag Geysir Green Energy.
  * Geysir Green Energy er stærsti eigandi að jarðhitaleyfum í
    Þýskalandi.
  * Geysir Green Energy keypti hlut Landsvirkjunar í Enex og á
    félagið nú um 72% hlut í Enex.
  * Iceland America Energy, félag í eigu Enex, vinnur að fjölda
    verkefna í Bandaríkjunum og lauk við að bora sína fyrstu holu
    nýlega í Truckhaven í Californiu.
  * Á fyrri hluta ársins lauk Promens við endurfjármögnun með
    sambankaláni frá DnB NOR, Nordea og LBNord. Fjármögnunin tryggir
    að félagið geti haldið áfram að vaxa með frekari kaupum á
    fyrirtækjum.
  * Á árinu lauk Promens yfirtöku á 3 plastframleiðslufyrirtækjum sem
    framleiða umbúðir, Novoplast í Rússlandi, Decoplast í Frakklandi
    og STE Packaging á Spáni. Ný verksmiðja var opnuð í Póllandi og
    verið er að skoða frekari fyrirtækjakaup í Austur Evrópu.
  * Í byrjun nóvember sameinaði Promens alla starfsemi sína undir
    einu nafni.
  * Atorka jók eignarhlut sinn í Interbulk í 40% á árinu í tengslum
    við hlutafjáraukningu og kaup félagsins á UBC sem er leiðandi í
    Evrópu á sérhæfðum gámaflutningum, einkum fyrir efnaiðnað.
  * Atorka keypti um 30% hlut í Clyde Process Solution (CPS) og
    studdi félagið við yfirtöku á MAC, sem er leiðandi fyrirtæki í
    Norður-Ameríku í framleiðslu á háþróuðum búnaði fyrir
    framleiðsluferli.
  * Eignarhlutur í Amiad Filteration hefur verið aukinn í tæp 23%.
    Amiad er leiðandi á alþjóðamarkaði í framleiðslu á
    vatnshreinsibúnaði. Mikill vöxtur er á þessum markaði.
  * Atorka hefur bætt við nýrri fjárfesingu í vatnshreinsiiðnaði með
    kaupum á um 14% hlut í Asian Environment Holdings. Félagið lauk
    til að mynda nýlega við uppbyggingu á 200.000 m3 vatnshreinsistöð
    í Kína sem félagið mun eiga og reka næstu 20 árin og vinnur að
    uppbyggingu á öðrum tug sambærilegra verkefna í Asíu.
  * Atorka keypti tæplega 24% hlut í Shanghai Century Acquisition
    Corp (SHA) sem er skráð á AMEX markaðnum í NY. SHA hefur fjárfest
    í fjármögnunarleigufélagi sem starfrækt er í Kína en sá markaður
    er vanþróaður og því mikil tækifæri til vaxtar. Félagið hafði
    áður tilkynnt fyrirhuguð kaup á samheitalyfjafyrirtæki í Kína sem
    háð var samþykki kínverskra yfirvalda. SHA sendi frá sér
    tilkynningu þann 20.febrúar 2008 þar sem sagt var frá því að
    kaupin voru ekki samþykkt.
  * Atorka seldi 3 fyrirtæki á heilbrigðismarkaði; Icepharma,
    Parlogis og Ilsanta.
  * Allar fjárfestingar eru færðar á markaðsvirði eða gangvirði (e.
    fair value) og eru engar fjárfestingar utan efnahagsreiknings.
    Félagið hefur sterka fjárhagsstöðu og er vel fjármagnað og með
    sterka stöðu handbærs fjár.

Magnús Jónsson forstjóri Atorku Group;"Afkoma Atorku  fyrir  árið  2007  var  góð  þrátt  fyrir  krefjandi
markaðsaðstæður. Atorka innleysti verulegan hagnað með sölu á einu af
fjárfestingarverkefnum sínum.   Jafnframt  fjárfesti félagið  í  nýju
verkefni, Geysir Green Energy og er  í dag stærsti hluthafi þess  með
um 44% hlut. Innan Geysis er unnið að fjölda verkefna í Evrópu,  Asíu
og Ameríku og hefur félagið sterka stöðu til þess að verða leiðandi í
nýtingu á jarðvarma  í heiminum.  Atorka er  í auknum  mæli að  beina
sjónum sínum  að Asíu  nú síðast  með kaupum  á um  14% hlut  í  Asia
Environment  Holding   sem  er   leiðandi  félag   í  uppbyggingu   á
vatnshreinsistöðvum í Kína og víðar í Asíu.  Ljóst er að með  aukinni
velmegun munu  Kínverjar fjárfesta  verulega  í bættum  lífsgæðum  og
sjáum við því mikil  tækifæri í fjárfestingum  því tengdu. Atorka  er
með mjög sterka fjárhagsstöðu  og í góðri stöðu  til að nýta sér  þau
tækifæri sem munu skapast á komandi misserum."

Nánari upplýsingar veita;
Magnús Jónsson,
forstjóri í síma 540 6200

Valdís Arnardóttir
kynningarstjóri í síma 840 6217

Reikninga  Atorku   Group  hf.   má  finna   á  heimasíðu   félagsins
www.atorka.is

Attachments

Parent Company - Annual Accounts Consolidated - Annual Accounts Press release Icelandic PDF