Source: Tryggingamiðstöðin hf.

- Tillögur sem lagðar verða fram á aðalfundi 3. mars 2008

Eftirfarandi tillögur verða lagðar fram á aðalfundi Tryggingamiðstöðvarinnar hf.
3. mars 2008.                                                                   


Greiðsla arðs                                                                   
Aðalfundur Tryggingamiðstöðvarinnar hf., haldinn 3. mars 2008, samþykkir að     
greiddur verði arður að fjárhæð 2.100.000.000 krónur, sem svarar til um 1,94    
krónum á hvern hlut.  Arðleysisdagur verður 4. mars og arðsréttindadagur 6.     
mars.  Útborgunardagur arðs verður 7. mars 2008.                                

Tillaga um starfskjarastefnu                                                    

1. Tilgangur.                                                                   
Starfskjarastefna Tryggingamiðstöðvarinnar hf. miðar að því að                  
Tryggingamiðstöðin, ásamt dótturfélögum, sé samkeppnishæf og geti ráðið til sín 
framúrskarandi starfsfólk í þeim tilgangi að tryggja áframhaldandi vöxt og      
velgengni félagsins. Í því skyni ber að hlúa vel að kjörum stjórnenda félagsins 
þannig félagið fái notið starfskrafta þeirra sem allra best. Starfskjarastefnan 
nær til helstu grundvallaratriða í starfs- og launakjörum forstjóra og          
stjórnenda félagsins. Stefnan er liður í að gæta langtímahagsmuna eigenda       
félagsins, starfsfólks og annarra hagsmunaaðila með skipulegum, einföldum og    
gegnsæum hætti. 
                                                                
2. Starfskjör stjórnarmanna.                                                    
Þóknun til stjórnarmanna og varamanna fyrir komandi starfsár skal ákveðin á     
aðalfundi ár hvert og skal þóknunin taka mið af þeim tíma sem stjórnarmenn verja
til starfans, þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir og afkomu félagsins. 
             
3. Starfskjör forstjóra.                                                        
Starfskjör forstjóra skulu ítarlega tilgreind í skriflegum ráðningarsamningi,   
þar á meðal föst laun, árangurstengdar greiðslur, kaupréttur, lífeyrisréttindi, 
orlof, önnur hlunnindi og uppsagnarfrestur, svo og, eftir atvikum,              
eftirlaunaréttindi og greiðslur við starfslok.  
                                
4. Starfskjör stjórnenda.                                                       
Starfskjör annarra æðstu stjórnenda félagsins, sem nánar skulu tilgreind í      
skriflegum ráðningarsamningum, skulu einnig taka mið af sjónarmiðum 3. gr. eftir
því sem við á. 
                                                                 
5. Endurskoðun starfskjarastefnu. Upplýsingagjöf. 
                              
Starfskjarastefna félagsins skal tekin til endurskoðunar ár hvert og borin undir
aðalfund félagsins til samþykktar eða synjunar.                                 
Á næsta aðalfundi ber stjórn að gera grein fyrir kjörum stjórnenda og           
stjórnarmanna félagsins auk þess að skýra frá framkvæmd starfskjarastefnunnar. 
 
Frávik frá starfskjarastefnunni skulu rökstudd sérstaklega í hverju tilviki og  
færð til bókar. 
                                                                
Gera skal árlega grein fyrir launum og öðrum starfskjörum stjórnar og æðstu     
stjórnenda í ársskýrslu félagsins.                                              

Tillaga um þóknun stjórnar 
                                                     
Aðalfundur Tryggingamiðstöðvarinnar hf., haldinn 3. mars 2008, samþykkir að     
þóknun stjórnarmanna verði með eftirfarandi hætti:  Þóknun formanns verði       
300.000 krónur á mánuði og annarra stjórnarmanna 150.000 krónur.                

Tillaga um endurskoðendur 
                                                      
Tillaga er gerð um endurskoðunarfélagið KPMG endurskoðun hf. sem endurskoðendur 
félagsins starfsárið 2008.