2007


Hagnaður Sparisjóðsins í Keflavík fyrir árið 2007 nam 2.233,9 m.kr. króna fyrir
skatta samanborið við 5.701,3 m. kr. árið áður. Hagnaður eftir skatta nam
1.889,8 m. kr. samanborið við 4.756,3 m. kr. árið áður. Arðsemi eigin fjár var
15,2% 


Helstu niðurstöður úr rekstri og efnahag

•  Hagnaður Sparisjóðsins í Keflavík árið 2007 nam 2.233,9 m.kr. króna fyrir
   skatta samanborið við 5.701,3 m. kr. árið 2006. 

•  Hagnaður eftir skatta nam 1.889,8 m. kr. samanborið við 4.756,3 m. kr. árið
   2006. 

•  Arðsemi eigin fjár var 15,2%.

•  Vaxtatekjur Sparisjóðsins námu 5.062,2 m.kr. en það er 35,9% hækkun frá árinu
   2006.
 
•  Vaxtagjöld hækkuðu einnig, eða um 49,4% og námu 4.553,6 m.kr. árið 2007

•  Hreinar vaxtatekjur námu því 508,6 m.kr. samanborið við 676,6 m.kr. árið 2006
   sem er lækkun um 24,8%. 

•  Vaxtamunur, þ.e. hreinar vaxtatekjur í hlutfalli af meðalstöðu fjármagns var
   1,2% árið 2007 en 1,62% árið 2006 en vaxtamunur vaxtaberandi eigna var 1,75% 

•  Hreinar þjónustutekjur námu 414,9 m.kr. á árinu 2007 í samanburði við 288,4
   m.kr. árið 2006 og hafa aukist um 43,9% 

•  Hreinar rekstrartekjur námu 3.904,3 m.kr. og lækkuðu um 47,7% frá árinu 2006.

Hreinar tekjur af veltufjáreignum og veltufjárskuldum lækkuðu um 3.812,9 m.kr.
eða 70% en hreinar tekjur af öðrum fjáreignum á gangvirði í gegnum rekstur
hækkaði um 2.085,4 m.kr. eða 180%. Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga lækkaði
einnig mikið og var neikvæð um 2.080,2 m.kr. í samanburði við 140,1 m.kr.
hagnað árið 2006. 

•  Á árinu seldi Sparisjóðurinn í Keflavík hluta af hlutabréfaeign sinni í
   Exista til Kistu-fjárfestingarfélags, en eignarhlutur Kistu í Exista nam
   8,9% í lok árs 2007. Kista fjárfestingarfélag er hlutdeildarfélag
   Sparisjóðsins í Keflavík og var eignarhlutur Sparisjóðsins í Keflavík í
   Kistu 34,25% í lok árs 2007. 

•  Í Nóvember jók Sparisjóðurinn í Keflavík við eignarhlut sinn í ICEBANK og nam
   eignarhluturinn 19,44% í árslok 2007. 

•  Önnur rekstrargjöld námu alls 1.506,4 m.kr. og minnkuðu um 16,7% frá árinu
   áður. Laun og launatengd gjöld jukust um 8,3%. Annar rekstrarkostnaður jókst
   um  25,9%. Rekstrarkostnaður sem hlutfall af niðurstöðu efnahagsreiknings var
   1,6% en var 2,8% árið 2006. 

•  Virðisrýrnun útlána árið 2007 nam 164,1 m.kr. samanborðið við 476,9 m.kr.
   árið 2006. 
 
•  Heildarinnlán í Sparisjóðnum námu í lok árins 2007 38.912,2 m.kr. og höfðu
   aukist um 19.454,7 eða 100% 

•  Útlán Sparisjóðsins ásamt kröfum námu 62.369,5 m.kr. í lok ársins 2007 og
   höfðu aukist um 31.231,8 m.kr. eða um 100,3%. 

•  Innlán frá viðskiptavinum sem hlutfall af útlánum var 62,4% í lok árs 2007
   sem var 62,5% árið áður. 

•  Í lok ársins var niðurstöðutala efnahagsreiknings 94.029,5 m.kr. og hafði hún
   hækkað um 47.789,8 m.kr. eða 103,4%. Eigið fé Sparisjóðsins í lok ársins 2007
   nam 25.461,0 m.kr. og hefur eigið fé aukist um 15.663,4 m.kr. eða 159,9%. 

•  Á árinu 2007 var stofnfé aukið um 11.014,9 m.kr. að söluvirði og var 13.571,9
   m. kr. í árslok 2007. 

•  Eiginfjárhlutfall Sparisjóðsins samkvæmt CAD-reglum er 22,18% en var 14,17% á
   sama tíma árið áður. Þar af er eiginfjárþáttur A 19,26% 

•  Líklega má telja, að í ljósi aðstæðna á fjármálamörkuðum í upphafi ársins
   2007, verði arðsemi Sparisjóðsins í Keflavík ekki eins góð árið 2008 og hún
   var árið 2007. 

•  Í lok árins 2007 var stofnfé 13.571,9 milljónir að uppreiknuðu nafnvirði og
   voru stofnfjáraðilar 1.626 talsins. 

•  Ársreikningur samstæðu Sparisjóðsins í Keflavík er gerður í samræmi við
   alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir hafa verið staðfestir af
   Evrópusambandinu. Þetta er fyrsti ársreikningur sjóðsins sem gerður er
   samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og hefur alþjóðlega  
   reikningsskilastaðlinum IFRS 1, Innleiðing alþjóðlegra reikningsskilastaðla,
   verið  beitt við gerð hans. 


Að sögn Geirmundar Kristinssonar sparisjóðsstjóra er afkoma ársins 2007
viðunandi í ljósi þróunar á mörkuðum seinni hluta ársins 2007. Á síðasta ári
var samþykktur samruni á Sparisjóðnum í Keflavík, Sparisjóði Vestfjarða og
Sparisjóðs Húnaþings og Stranda. Markmiðið með sameiningunni er að efla
starfsemi sparisjóðanna á starfssvæðum sínum og sækja fram á nýjum vettvangi.
Með sameiningunni á sameinaður sparisjóður auðveldara með að mæta kröfum tímans
um alhliða og hagkvæma fjármálaþjónustu við einstaklinga og fyrirtæki. Árið
2007 einkenndist af nokkuð af sameiningarvinnu m.a. með 4 stofnfjárútboðum. Nú
fer í hönd tímabil samhæfingar og hagræðingar á þeim 18 afgreiðslum sem
Sparisjóðurinn í Keflavík hefur á sinni könnu frá Reykjanesi vestur um firði og
norður á Hvammstanga. Þá hefur Sparisjóður Þórshafnar samþykkt samruna við
Sparisjóðinn í Keflavík en eftir á að leggja það fyrir stofnfjáraðila
Sparisjóðsins í Keflavík. 

Efnahagur Sparisjóðs Vestfjarða og Sparisjóðs Húnaþings og Stranda er hluti af
ársreikningi Sparisjóðsins í Keflavík 2007. 

Sparisjóðurinn rekur 18 afgreiðslur sem starfræktar eru í:
Keflavík, Njarðvík, Garði, Grindavík, Vogum, Sandgerði, Ólafsvík, Reykjavík
Króksfjárðarnesi, Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal, Þingeyri, Flateyri,
Ísafirði, Súðavík, Hvammstanga, Borðeyri.

Höfuðstöðvar Sparisjóðsins eru í Keflavík og þar er Viðskiptastofa SPKEF einnig
til húsa. Meðalfjöldi starfsmanna árið 2007 var 155,5 sem er aukning um 71,6
stöðugildi frá því árinu áður. 

Aðalfundur Sparisjóðsins í Keflavík verður haldinn þriðjudaginn 11. mars n.k.
Stjórn sjóðsins leggur til að greiddur verði 25,0% arður af endurmetnu stofnfé.
Nánari upplýsingar veitir Geirmundur Kristinsson sparisjóðsstjóri í síma
421-6605 eða mailto:geirmundur@spkef.is.

Attachments

lykiltolur.pdf sparisjourinn i keflavik - arsreikningur samstu 2007.pdf