- Dagskrá og tillögur lagðar fyrir aðalfund 11. mars 2008


Aðalfundur FL Group hf. 
11. mars 2008

Dagskrá:

1.	Skýrsla stjórnar um hag félagsins og starfsemi á liðnu starfsári. 
2.	Ársreikningur félagsins lagður fram til staðfestingar. 
3.	Tekin ákvörðun um hvernig fara skuli með tap félagsins á reikningsárinu.
4.	Tillaga um starfskjarastefnu.
5.	Ákveðin þóknun til stjórnar félagsins. 
6.	Stjórnarkjör.
7.	Kjör endurskoðenda.
8.	Tillaga um breytingar á samþykktum. 
Lagt er til að aukin verði  heimild stjórnar, skv. b-lið 2. mgr. 4. gr.
samþykkta félagsins, til að hækka hlutafé félagsins þannig að heimilt verði að
hækka hlutafé félagsins um allt að kr. 2.500.000.000 án þess að forgangsréttur
hluthafa til aukningarhluta verði virkur. 	 
Jafnframt er lagt til að a-liður, sömu greinar samþykkta félagsins, sem kveður
á um heimild stjórnar til að hækka hlutafé félagsins til að fjármagna kaup á
hlutum í Tryggingamiðstöðinni hf., falli brott og að b- og c-liðir færist ofar
samsvarandi og verði a- og b-liður. 
9.	Tillaga um kaup á eigin hlutum. 
10.	Önnur mál. 

Tillögur félagsstjórnar FL Group hf. til aðalfundar félagsins 11. mars 2008:

Tillaga félagsstjórnar um hvernig fara skuli með tap félagsins á reikningsárinu
2007 (dagskrárliður 3). 
Stjórn FL Group hf. gerir að tillögu sinni að aðalfundur haldinn 11. mars 2008
samþykki að tap félagsins á árinu 2007 verði fært til lækkunar á eigin fé
félagsins og að ekki verði greiddur út arður til hluthafa á árinu 2008. 

Tillaga um starfskjarastefnu (dagskrárliður 4). 
Tillaga stjórnar um kauprétti á hlutabréfum til starfsmanna og um
Starfskjarastefnu FL Group hf. lögð fram til samþykktar á aðalfundi. 

FL Group hf. leggur ríka áherslu á að félagið geti ráðið til sín öfluga
starfsmenn og haldið lykilstarfsmönnum til að tryggja áframhaldandi vöxt á
alþjóðamarkaði og viðunandi ávöxtun eigin fjár. 

Í þessum tilgangi hefur félagið gert samninga við starfsmenn sem gerir þeim
kleift að kaupa hluti í félaginu og jafnframt gefið út og endurnýjað kauprétti. 

Við framkvæmd á framangreindu markmiði félagsins geta kaupréttir starfsmanna á
hverjum tíma numið í heild allt að 9% af útgefnu hlutafé félagsins eins og það
er hverju sinni. Kaupverð (kaupréttargengi)  skal samsvara markaðsvirði á þeim
degi sem rétturinn er veittur og verður virkur. 

Starfskjarastefna FL Group  byggir á almennum sjónarmiðum um góða stjórnarhætti
fyrirtækja og framangreindum sjónarmiðum um vöxt félagsins og ávöxtun eigin
fjár. Stjórn FL Group hefur samþykkt eftirfarandi starfskjarastefnu fyrir
félagið með vísan til 79. gr. A í lögum nr. 2/1995, um hlutafélög. 

Stjórnarmenn fá greidda fasta þóknun fyrir störf sín. Þóknun stjórnarmanna og
varamanna jafnt fyrir almenn stjórnarstörf og störf í undirnefndum skal ákveðin
á aðalfundi félagsins fyrir tímabilið frá aðalfundi til næsta aðalfundar. 
 
Heimilt er að ráða stjórnarmenn til sérstakra verkefna fyrir félagið umfram
hefðbundin stjórnarstörf og greiða fyrir slík störf samkvæmt sérstökum samningi
sem skal samþykktur af stjórn félagsins. 

Starfskjör forstjóra FL Group skulu grundvallast á skriflegum
ráðningarsamningi. Taka starfskjörin m.a. mið af ábyrgð og eðli starfans í
ljósi stærðar og umsvifa félagsins, þeim starfskjörum sem almennt gerast á
fjármálamörkuðum í þeim löndum sem starfar í og þeim árangri sem félagið nær. 

Starfskjör forstjóra geta verið samansett af föstum launum, árangurstengdum
greiðslum í reiðufé og hlutabréfum, kaupréttum, skuldabréfum með breytirétti,
lífeyrisréttindum og eftir atvikum eftirlaunaréttindum og starfslokagreiðslum.
Starfskjör annarra lykil¬stjórnenda skulu í meginatriðum lúta sömu reglum eftir
því sem ástæða þykir til. 

Á aðalfundi félagsins skulu hluthafar upplýstir um heildarfjárhæð greiddra
launa til stjórnarmanna og forstjóra á liðnu starfsári; föst laun þeirra,
fjárhæð árangurstengdra launa, greiðslur í formi hlutabréfa, kauprétta,
forkaupsréttar, greiðslur frá öðrum félögum í samstæðu félagsins og
starfslokagreiðslur. 

Tillaga um þóknun til stjórnarmanna vegna næsta rekstrarárs (dagskrárliður 5).
Aðalfundur FL Group hf. haldinn 11. mars 2008 samþykki að stjórnarlaun á
tímabilinu frá aðalfundi 2008 til aðalfundar 2009 verði lækkuð um helming frá
árinu áður og verði sem hér segir: 
Stjórnarformaður kr. 350.000 á mánuði
Varaformaður kr.250.000 á mánuði
Aðrir stjórnarmenn kr. 175.000 á mánuði. 
Varamönnum verði greiddar kr. 50.000 fyrir hvern setinn fund.  
Stjórnarmenn skulu fá fasta þóknun fyrir hvern fund sem þeir sitja í
undirnefndum stjórnar og skal sú þóknun vera kr. 100.000 til handa formönnum
nefnda fyrir hvern fund en kr. 50.000 til handa öðrum nefndarmönnum. Þóknun
fyrir fundasetu í undirnefndum á tímabilinu skal þó ekki vera hærri en kr.
600.000 fyrir formann nefndar og kr. 300.000 fyrir aðra nefndarmenn. 

Framboð til stjórnar (dagskrárliður 6).
Framboðsfrestur rennur út fimm dögum fyrir aðalfund. Framboð verða birt í
síðasta lagi tveim dögum fyrir aðalfund. 

Tillaga félagsstjórnar um endurskoðendur (dagskrárliður 7). 
Lagt er til að KPMG Endurskoðun hf. Borgartúni 27 Reykjavík, verði endurkjörnir
endurskoðendur félagsins fyrir árið 2008. 

Tillögur um breytingar á samþykktum (dagskrárliður 8).
Breytingar á 4. gr. 

Lagt er til að aukin verði heimild félagsstjórnar skv. b-lið 2. mgr.  4. gr.
samþykkta félagsins þannig að stjórn verði heimilt að hækka hlutafé félagsins
um allt að kr. 2.500.000.000, án forgangsréttar, á næstu 5 árum frá 11. mars
2008 að telja. Á hluthafafundi félagsins þann 27. september 2007 var heimildin
sett inn í samþykktir og kvað á um að stjórn væri heimilt að hækka hlutafé
félagsins um kr. 1.500.000.000. Stjórn félagsins hefur nýtt  heimildina að
hluta og stendur hún nú í kr. 819.727.891. 

Lagt er til að a-liður 2. mgr.   4. gr. samþykkta félagsins, þar sem
félagsstjórn er veitt heimild til að hækka hlutafé félagsins til að fjármagna
kaup á hlutum í Tryggingamiðstöðinni hf., falli niður og að b- og c-liðir verði
því a- og b- liðir. 

Lagt er til að setningin „Hinir nýju hlutir skulu veita réttindi í félaginu frá
skrásetningardegi og um þá skulu samþykktir félagsins gilda.“ falli á brott. 

Eftir breytingarnar yrði haflinn Hlutafé, hlutir og flokkar 4. gr. samþykktanna
svohljóðandi: 

„Hlutafé, hlutir og flokkar

Hlutafé félagsins er kr. 13.584.265.973. 

Stjórn félagsins er heimilt að auka hlutafé félagsins um allt að 3.000.000.000
króna að nafnverði með sölu nýrra hluta þannig:	 
a.	Stjórn félagsins er heimilt að auka hlutafé félagsins um allt að kr.
2.500.000.000 að nafnverði.  Hækkunina má stjórnin framkvæma í áföngum á næstu
fimm árum frá 11. mars 2008 að telja.  Stjórninni er heimilt að selja
aukningarhlutaféð án þess að forgangsréttarákvæði 34. greinar laga nr. 2/1995
um hlutafélög og ákvæði 4. gr. samþykkta félagsins eigi við.  Stjórn félagsins
ákveður útboðsgengi hluta, rökstyður það, sölureglur hverju sinni, fresti til
áskriftar, fresti til greiðslu og hvort heimilt skuli að greiða hluti með öðru
en reiðufé.  Nýir hlutir skulu veita réttindi í félaginu frá skrásetningardegi
og um þá skulu samþykktir félagsins gilda. 	 
b.	Stjórn félagsins er heimilt að auka hlutafé félagsins um allt að kr.
500.000.000 að nafnverði.  Hækkunina má stjórnin framkvæma í áföngum á næstu
fimm árum frá 25. september 2007 að telja.  Forgangsréttarákvæði 34. greinar
laga nr. 2/1995 um hlutafélög og ákvæði 4. gr. samþykkta félagsins skulu eiga
við um aukninguna.  Stjórn félagsins ákveður útboðsgengi hluta, rökstyður það,
sölureglur hverju sinni, fresti til áskriftar, fresti til greiðslu og hvort
heimilt skuli að greiða hluti með öðru en reiðufé.  Nýir hlutir skulu veita
réttindi í félaginu frá skrásetningardegi og um þá skulu samþykktir félagsins
gilda. 

Útboðsgengi hluta og sölureglur ákveður stjórnin í samræmi við V. kafla
hlutafélagalaga nr. 2/1995. Heimild þessa skal stjórnin nýta innan 5 ára frá
samþykkt hennar. Heimildina má nýta í einu lagi eða í  hlutum eftir ákvörðun
stjórnar. 

Hlutaféð skiptist í einnar krónu hluti eða margfeldi þeirrar fjárhæðar. 

Til aukningar hlutafjár þarf samþykki hluthafafundar.“ 

Tillaga um heimild félagsstjórnar til kaupa á hlutabréfum í FL Group hf.
(dagskrárliður 9). 
Aðalfundur FL Group hf. haldinn 11. mars 2008, samþykki, með vísan til 55. gr.
hlutafélagalaga nr. 2/1995, að heimila félagsstjórn á næstu 18 mánuðum að kaupa
allt að 10% af eigin hlutum. Má kaupverð bréfanna verða allt að 20% yfir
meðalsöluverði hluta skráðu í Kauphöll Íslands á næstliðnum tveimur vikum áður
en kaup eru gerð. Ekki eru sett lágmörk á heimild þessa, hvorki hvað varðar
kaupverð né stærð hlutar sem keyptur eru hverju sinni. Með samþykki þessarar
tillögu fellur niður sams konar heimild, sem samþykkt var á síðasta aðalfundi.