Auglýsing um sérstakt útboð í flokki ríkisbréfa RIKB 08 1212


Vegna mikillar eftirspurnar eftir stuttum ríkistryggðum útgáfum hefur
ríkissjóður tekið ákvörðun um að mæta henni með sölu í ríkisbréfaflokki, RIKB
08 1212 sem er á gjalddaga 12. desember 2008. Framangreint útboð mun koma sem
viðbót við útgáfu sem var tilkynnt þann 14. janúar sl. í Ársáætlun í lánamálum
ríkissjóðs 2008. 

Útboðið fer fram fimmtudaginn 27. mars klukkan 14:00 með tilboðsfyrirkomulagi
hjá Seðlabanka Íslands. 

Heildarfjárhæð þessa útboðs verður allt að 10.000 milljónir króna að nafnverði.
Einungis aðalmiðlurum ríkisskuldabréfa er heimilt að gera tilboð í útboðinu en
þeir annast einnig tilboðsgerð fyrir fjárfesta. Lágmark hvers tilboðs er ein
milljón króna að nafnvirði. 

Greiðslu- og uppgjörsdagur er mánudagurinn 31. mars  2008.

Í þessu útboði óskar Seðlabankinn eftir kauptilboðum í eftirfarandi flokk
ríkisverðbréfa: 

Flokkur	       	
RIKB 08 1212

Lokagjalddagi
12.12.2008

Útistandandi
15.000 m kr.			

Lánstími
8,5 mán.

Nánari upplýsingar veitir Björgvin Sighvatsson, lánamálum ríkisins á alþjóða-
og markaðssviði Seðlabanka Íslands, í síma 569 9633.

Attachments

skilm25mar08.pdf bloom25mar08.pdf