2007


Stjórn Nýsis hf samþykkti á stjórnarfundi 2. apríl 2008, ársreikning
samstæðunnar fyrir árið 2007. 

Fastafjármunir námu í árslok 48.718 milljónum kr. og veltufjármunir 4.756
milljónum kr.  Eignir voru samtals 53.474 milljónir kr. Skuldir og
skuldbindingar samstæðunnar námu 49.727 milljónum kr. og eigið fé í árslok er
3.747 milljónir kr. að meðtaldri hlutdeild minnihluta.  Velta samstæðunnar á
árinu var 9.254 milljónir kr., rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði
og skatta var 942 m kr. en að teknu tilliti til afskrifta, fjár¬magnsliða og
skatta var tap samstæðunnar 2.343 m kr. 

Helstu lykiltölur úr samstæðuársreikningi  2007 eru birtar hér að neðan í þús.
króna.: 

Sjá lykiltölur í viðhengi.

 
Reksturinn á árinu 2007

Ársreikningur Nýsis hf er samstæðureikningur Nýsis hf og dótturfélaga.
Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta var 942 m kr. en að
teknu tilliti til afskrifta, fjár¬magnsliða og skatta var tap samstæðunnar
2.343 m kr. Orsök þess eru fjárfestingar í stórum verkefnum sem ekki gefa
tekjur fyrr en á árunum 2008-2010. Þar eru stærst uppbygging tónlistar- og
ráðstefnuhúss og fleiri bygginga við austurhöfnina í Reykjavík, einkaframkvæmd
í 10 skólum í Aberdeen, bygging íbúða fyrir aldraða við Mörkina í Reykjavík,
stækkun Egilshallar og kaup á togurum til fiskveiða við Marokkó. 

Í árslok eru dótturfélögin Nýsir fasteignir hf. (81,9%), Nýsir Services ehf.
(100%), Stofn fjárfestingarfélag ehf. (100%), Nýsir international ehf. (100%),
Nýsir UK Limited (100%), Nýsir þróunarfélag ehf. (100%), Mörkin
eignarhaldsfélag ehf. (100%), Faenus ehf. (100%), Nysir Mediterranean Limited
(100%) og Operon International hf. (100%). 

Dótturfélög Nýsis fasteigna ehf. sem eru að fullu í eigu félagsins eru: Grípir
ehf., Þekkur ehf., Nýtak ehf., Iði ehf., Teknikum ehf., Engidalur ehf.,
Hafnarslóð ehf., Laugahús ehf., Fasteignafélag Austurbæjar ehf., Gránufélagið
ehf., Borgarhöllin ehf. og Egilshöllin ehf. 

Dótturfélög Stofns fjárfestingarfélags eru Artes (100%), Faxafen (50%),
Hraðbraut (50%), , Sjáland (67%), Midi.is (55,5%) , Salus (50%) og
Heilsuakademían (60%) og Mostur (100%). Dótturfélag Mosturs er Laxnesbúið
(70%). 

Dótturfélag Nýsis international ehf. er Nysir Danmark ApS. Í eigu Nysir Danmark
ApS eru Jehl ApS Tietgens Have (100%) og Jehl ApS Atriumhuset (100%). 

Í eigu Nysir UK Limited eru NYOP Aberdeen Limited (100%), NYOP Ruthin Limited
(100%) og  IBSEC (Operon) (69%). 

Dótturfélög Nýsis þróunarfélags eru Golf ehf. (82,7%) og Viðskiptahöllin (100%).

Eru öll ofangreind félög innifalin í samstæðureikningum.

Helstu hlutdeildarfélög eru  í Eignarhaldsfélaginu Portus ehf. (50%), Situs
ehf. (50%),  og Fasteignafélaginu Lækjarhlíð ehf (50%). 

Á árinu 2007 voru undirritaðir nokkrir mikilvægir samningar, auk þess sem unnið
var að öflun nýrra verkefna. 

Þann 21. Desember s.l. voru undirritaðir samningar við borgarstjórn Aberdeen um
byggingu og rekstur 10 skóla og 1 íþróttamiðstöðvar í einkaframkvæmd.
Heildarfjárfesting vegna verkefnisins er áætluð um 16,5 milljarðar króna og
dreifist á árin 2007-2010. Um er að ræða leigu- og rekstrarsamning til 30 ára,
en að samningstíma loknum er mannvirkjunum skilað til borgarinnar.
Samstarfsaðilar eru E. Pihl og Søn A/s, Landsbankinn og Operon. 

Mostur ehf., dótturfélag Nýsis, keypti allar fasteignir Háskólans í Bifröst í
ágúst 2007. Um er að ræða skólahúsnæði í 5 samtengdum byggingum, alls 4.400 m2
að stærð, 11 starfsmannaíbúðir, alls 1.760 m2 og 90 íbúðir á nemendagörðum,
alls 6.900 m2. Í heild er um að ræða rúmlega 12 þús. fermetra. Þetta var
tímamótasamningur á sviði fjármögnunar og eignarhalds í skólarekstri á Íslandi.
Mun Mostur leigja Háskólanum á Bifröst allar fasteignirnar, en skólinn á
endurkauparétt á 5 ára fresti. Mostur mun sjá um endurbættur og viðhald á elstu
húsum háskólans, sem mörg hver eru mikilvæg menntasögu landsins. Nýsir
fasteignastjórnun mun svo sjá um daglegan rekstur skólans. 

Á sumardaginn fyrsta var Íþróttamiðstöðin Lágafell í Mosfellsbæ vígð. Eigandi
mannvirkisins er Fasteignafélagið Lækjarhlíð ehf. sem er í jafnri eigu
Mosfellsbæjar og Nýsis hf. Um rekstur Íþróttamiðstöðvarinnar sér Nýsir Services
hf. Í Íþróttamiðstöðinni er íþróttasalur, útisundlaug, kennslusundlaug inni,
líkamsræktarstöð, nuddstofa, gufuböð og kaffitería. Aðsókn hefur verið mjög góð
frá opnun hússins. 

Á árinu var unnið að stækkun Egilshallar sem mun styrkja starfsemi hússins. Í
nýrri 3.300 m2 álmu verður kvikmyndahús, keilusalur og nýtt anddyri. Sambíó
verða með fjóra kvikmyndasali fyrir allt að 800 manns. Samhliða þessu verður
lokið við að innrétta rými á fyrstu hæð Egilshallar sem ætluð eru fyrir ýmsa
þjónustustarfsemi, veislusali og veitingar. Á nýju útisvæði norðan við
Egilshöllina, er upphitaður gervigrasvöllur, ásamt þremur sparkvöllum og
tveimur tennisvöllum. Við austurgafl hússins var byggð geymsla fyrir búnað.
Framkvæmdum mun ljúka haustið 2008. 

Á árinu 2007 lauk byggingu 24 íbúða fyrir Gránufélagið á Akureyri og eru þær
allar komnar í útleigu. 

 Á árinu 2007 var haldið áfram með framkvæmdir við tónlistar- og ráðstefnuhúsið
og aðra uppbyggingu við austurhöfnina í Reykjavík.  Nýsir er 50% eignaraðili að
Eignarhaldsfélaginu Portus ehf. sem er verkefnisfélag um tónlistar- og
ráðstefnuhúsið og að Situs ehf. sem er verkefnisfélag um aðra uppbyggingu á
svæðinu svo sem hótel, bílastæðakjallara, skrifstofu¬byggingar,
verslunarhúsnæði, íbúðarhúsnæði o.fl. Um er að ræða byggingar sem í heild eru
yfir 110 þús. m2.  Samstarfsaðili Nýsis hf. í þessu verkefni er Landsbankinn
fasteignafélag ehf. 

Breytingar á reikningsskilaaðferðum

Félagið hefur skuldabréf skráð í Kauphöll Íslands og bar því samkvæmt lögum um
ársreikninga að taka upp alþjóðlega reikningsskilastaðla í
samstæðureikningsskilum sínum frá og með 1. janúar 2007.  Breytingar vegna þess
á afkomu og efnahag voru ekki verulegar þar sem samstæðan hefur metið
fjárfestingareignir sínar á gangvirði með svipuðum hætti og heimilt er í
alþjóðlegum reikningsskilastaðli nr. 40 um fjárfestingareignir (IAS 40). 

Framtíðaráform

Félagið hefur tekist á hendur stór verkefni á sviði einkaframkvæmdar,
fjárfestinga í fasteignum, fasteignastjórnunar og rekstrarverktöku, bæði
innanlands og erlendis. Starfsemi félagsins eflist mjög í Bretlandi og Danmörku
á starfsárinu. 

Vegna erfiðrar stöðu á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hefur stjórn félagsins gert
samning við Landsbanka Íslands um aðstoð við sölu á eignum, öflun nýs hlutafjár
og fjárhagslega endur¬skipulagningu lána til að tryggja framgang þeirra
verkefna sem félagið er með í þróun. 

Áætluð velta Nýsis hf og dótturfélaga á árinu 2008 mun verða 11-12 milljarðar
króna. 

Nánari upplýsingar veita Stefán Þórarinsson, stjórnarformaður og Höskuldur
Ásgeirsson, forstjóri félagsins í síma 540-6300.

Attachments

nysir hf  - tilkynning um afkomu ari 2007.pdf nysir - arsreikningur 2007 ls.pdf