Marel Food Systems kynnir afkomu fyrsta ársfjórðungs 2008


Marel/Stork Food Systems

• Samkeppnisyfirvöld í Evrópu og víðar hafa samþykkt kaup á Stork Food Systems
  athugasemdalaust.  Marel Food Systems mun taka við félaginu þann 8. maí n.k. 

• Próforma sala Marel og kjarnastarfsemi Stork Food Systems á fyrsta
  ársfjórðungi 2008 nam 155,2 milljónum evra, sem er aukning um 8,9% eða 12% á
  föstu gengi. EBIT var 12,2 milljónir sem er 7,9% af sölu og hagnaður 9,4
  milljónir. 


Marel Food Systems

• Sala fyrsta ársfjórðungs 2008 nam 74,0 milljónum evra samanborið við 72,2
  milljónir á sama tíma árið áður.  Salan jókst því um 2,5% á milli ára.   Á
  föstu gengi er aukningin 5,3%. 

• Rekstrarhagnaður (EBIT) á tímabilinu janúar til mars 2008 var 2,2 milljónir
  evra sem er 2,9% af sölu samanborið við 3,2 milljónir (4,5% af sölu)  í fyrra.
  Hagnaður tímabilsins nam 0,7 milljónum evra samanb orið við 1,0 milljón evra
  hagnað 2007. 

• Veltufé frá rekstri nam 4,3 milljónum evra.  Á árinu 2007 var það  4,5
  milljónir. 
  
• Eigið fé nam 180,6 milljónum evra og eiginfjárhlutfall  var 42,7%. Handbært
  fé í lok tímabilsins nam 81,4 milljónum evra en var 30,4 milljónir í lok árs
  2007.  Breytinguna má einkum rekja til sölu LME á hlutafé í Stork NV sem
  skilaði Marel Food Systems 53 milljónum evra eftir uppgreiðslu skulda. 


Hörður Arnarson, forstjóri:

“ Við sameiningu Stork og Marel mun Marel samstæðan hafa nánast fimmfaldað
stærð sína.  Þar með höfum við náð þeim markmiðum um hraðan ytri vöxt sem við
settum okkur í upphafi ársins 2006 á mun skemmri tíma en að var stefnt.
Megináherslur í framhaldinu verða nú á innri vöxt og bætta afkomu. 

Afkoma á fyrsta ársfjórðungi mótast af umfangsmikilli samþættingu. Nokkur
fækkun starfsmanna á fyrsta ársfjórðungi mun leiða til lækkunar á föstum
kostnaði á ársgrundvelli um 8-9 milljónir evra.  Verðhækkanir sem gerðar voru í
lok síðasta árs til að mæta miklum hækkunum á hráefni munu byrja að hafa áhrif
á öðrum og þriðja ársfjórðungi. 

Afkoma Stork Food Systems sýndi góða rekstrarniðurstöðu og sterkan innri vöxt.
Rekstrarhagnaður (EBIT) af kjarnastarfsemi þess var um 12,1% á fyrsta
ársfjórðungi, sem var umfram væntingar, og var proforma EBIT fyrir
kjarnastarfsemi sameinaðs félags því um 7,9%.” 


Kynningarfundur 7. maí

Marel Food Systems boðar til kynningarfundar miðvikudaginn 7. maí 2008 kl. 8:30
á Hilton Reykjavik Nordica, Suðurlandsbraut 2, í sal A á fyrstu hæð.  Hörður
Arnarson, forstjóri, kynnir afkomu Marel Food Systems og Stork Food Systems á
fyrsta ársfjórðungi 2008, ásamt því að kynna  sameiningu fyrirtækjanna tveggja.
Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður, mun svo kynna framtíðarsýn hins
sameinaða félags. 


Frekari upplýsingar veita:
Hörður Arnarson, forstjóri
Sími: 563-8000

Attachments

frettatilkynning q1 2008-0605-isl.pdf marel group quarter 1-2008.pdf