Hluthafafundur Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hf. (SPRON) hefur
staðfest samrunaáætlun stjórna SPRON og Kaupþings banka hf. frá 1.
júlí síðastliðnum.

Samruninn er þó enn háður samþykki Fjármálaeftirlitsins og
samkeppnisyfirvalda, samanber tilkynningu frá 1. júlí.

Nánari upplýsingar veitir:
Benedikt Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Kaupþings, í síma 444-6775
eða ir@kaupthing.com