Tillagan sem var lögð fyrir hluthafafund í SPRON í dag, þann 6. ágúst 2008
varðandi fyrirhugaðan samruna SPRON og Kaupþings var samþykkt. Greidd voru
3.514.592.047 atkvæði á fundinum, þar af voru 2.940.908.943 atkvæði greidd með
samrunanum, 570.550.634 atkvæði á móti samrunanum og 3.132.470 atkvæði voru auð
eða/og ógild. Hluthafar með 218.548.878 atkvæði nýttu sér ekki atkvæðarétt
sinn. Til þess að tillagan teldist samþykkt þurfti 67% eða 2/3 atkvæða á
fundinum, tillagan var samþykkt með 78,78% atkvæða. 

Samruninn er einnig háður samþykki Fjármálaeftirlitsins og háður því að
samkeppnisyfirvöld ógildi hann ekki eða setji honum skilyrði sem stjórnir
félaganna telja óviðunandi eða leiði til þess að óhjákvæmilegt sé að leggja
ákvörðun um samrunann að nýju fyrir hluthafafund í SPRON. Samþykkis lánveitenda
vegna samrunans hefur þegar verið aflað. 

	

Nánari upplýsingar veitir;
Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, í síma 550 1213.
Soffía Sigurgeirsdóttir, forstöðumaður fjárfestatengsla, í síma 550 1246