- Sex mánaða uppgjör Tryggingamiðstöðvarinnar hf.


130 m.kr. tap á öðrum ársfjórðungi samanborið við 3.271 m.kr. tap á fyrsta   
                               ársfjórðungi 2008.                               


Reykjavík, 29. ágúst 2008:                                                      


Helstu niðurstöður janúar til júní 2008                                         

Tap TM á öðrum ársfjórðungi 2008 var 130 m.kr. samanborið við 1.542 m.kr. hagnað
á sama tímabili 2007.                                                           
Tap fyrstu sex mánuði ársins var 3.401 m.kr. en hagnaður var á sama tímabili í  
fyrra 2.428 m.kr.                                                               
Tap af vátryggingastarfsemi á öðrum ársfjórðungi var 99 m.kr. samanborið við 341
m.kr. hagnað á öðrum ársfjórðungi 2007.                                         
Tap af vátryggingastarfsemi á fyrstu sex mánuðum ársins var 417 m.kr. fyrir     
skatta samanborið við 337 m.kr. hagnað á sama tímabili 2007.                    
Eigin iðgjöld jukust um 32%  og voru þau 6.636 m.kr. á fyrri helmingi ársins    
samanborið við 5.032 m.kr. á sama tímabili  2007.                               
Eigin tjónakostnaður jókst um 52% og var 6.915 m.kr. á fyrri helmingi ársins    
samanborið við 4.538 m.kr. á sama tímabili 2007.                                
Fjárfestingatekjur félagsins voru neikvæðar sem nemur 756 m.kr. á fyrri helmingi
ársins en voru jákvæðar um 4.074 m.kr. á sama tímabili 2007.                    
Heildareignir TM voru 78.830 m.kr. þann 30. júní 2008 og hafa aukist um 12% frá 
áramótum þegar þær voru 70.444 m.kr.                                            
Eigið fé nam 23.878 m.kr. í lok tímabilsins samanborið við 25.616 m.kr. um      
áramót                                                                          
Eiginfjárhlutfall var 30,3% þann 30. júní 2008.                                 

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM.                                               

„Megin verkefni félagsins er að bæta afkomu af vátryggingastarfseminni. Eigin   
iðgjöld vaxa um þriðjung milli ára en eigin tjónakostnaður hefur á sama tímabili
vaxið um helming. Afkoma flestra vátryggingagreina hefur á fyrri hluta ársins   
verið undir áætlunum. Mikill fjöldi tjóna var í eignatryggingum á fyrsta        
ársfjórðungi vegna óvenju slæmrar tíðar. Þá hefur afkoma af frjálsum            
ökutækjatryggingum verið óviðunandi en gripið hefur verið til ráðstafana til að 
bæta afkomuna m.a. með markvissara áhættumati og breytingu iðgjalda.            

Afkoma sjótrygginga hjá Nemi í Noregi var undir væntingum en tjónakostnaður     
félagsins var töluvert umfram áætlanir á fyrri hluta ársins. Mikil hækkun hefur 
einnig orðið á viðgerðarkostnaði.                                               

Afkoma félagsins af fjárfestingastarfsemi skýrist að mestu af slæmri afkomu á   
fyrsta fjórðungi ársins þegar hlutabréfaeign félagsins lækkaði mikið.  Dregið   
var úr hlutabréfaeign á fyrsta ársfjórðungi og skiluðu þær aðgerðir sér í auknum
vaxtatekjum á öðrum ársfjórðungi.                                               

Fjárhagsleg staða félagsins er ákaflega traust og geta þess til að standa við   
skuldbindingar sínar er langt umfram það sem opinberir aðilar og matsfyrirtæki  
gera kröfur um.                                                                 

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Viðarsson forstjóri, s. 515 2609.

Attachments

frettatilkynning 1h 2008.doc tryggingamistoin hf  arshlutareikningur  30.6.2008.pdf