Endurflokkun félaga í kauphöllum NASDAQ OMX Nordic eftir markaðsvirði


Reykjavík, 22. júní, 2009 — NASDAQ OMX Nordic, hluti af NASDAQ OMX Group        
(NASDAQ:NDAQ) tilkynnti í dag að endurflokkun félaga eftir markaðsvirði sem     
framkvæmd er tvisvar á ári er lokið. Endurflokkunin er byggð á meðalmarkaðsvirði
í maí 2009. Hún er, ásamt vísitölum og atvinnugeiraflokkun tæki til að efla     
sýnileika félaga sem skráð eru í NASDAQ OMX Nordic kauphöllunum.                

Þann 1. júlí 2009, munu eftirfarandi 19 félög breyta um flokk eftir             
markaðsvirði:                                                                   

--------------------------------------------------------------------------------
| Félag                    | Núverandi       | Nýr flokkur    | Kauphöll       |
|                          | flokkur         |                |                |
--------------------------------------------------------------------------------
--------------------------------------------------------------------------------
| Bakkavör Group hf.       | Meðalstórt      | Lítið          | Ísland         |
--------------------------------------------------------------------------------
| Capinordic A/S           | Meðalstórt      | Lítið          | Kaupmannahöfn  |
--------------------------------------------------------------------------------
| Cision AB                | Meðalstórt      | Lítið          | Stokkhólmur    |
--------------------------------------------------------------------------------
| Dalhoff Larsen &         | Meðalstórt      | Lítið          | Kaupmannahöfn  |
| Horneman A/S             |                 |                |                |
--------------------------------------------------------------------------------
| Elektrobit Oyj           | Meðalstórt      | Lítið          | Helsinki       |
--------------------------------------------------------------------------------
| Fionia Bank A/S          | Meðalstórt      | Lítið          | Kaupmannahöfn  |
--------------------------------------------------------------------------------
| Formuepleje Merkur A/S   | Meðalstórt      | Lítið          | Kaupmannahöfn  |
--------------------------------------------------------------------------------
| H+H International A/S    | Meðalstórt      | Lítið          | Kaupmannahöfn  |
--------------------------------------------------------------------------------
| Hakon Invest AB          | Meðalstórt      | Stórt          | Stokkhólmur    |
--------------------------------------------------------------------------------
| Hf. Eimskipafélag        | Meðalstórt      | Lítið          | Ísland         |
| Íslands                  |                 |                |                |
--------------------------------------------------------------------------------
| Icelandair Group hf.     | Meðalstórt      | Lítið          | Ísland         |
--------------------------------------------------------------------------------
| JM AB                    | Stórt           | Meðalstórt     | Stokkhólmur    |
--------------------------------------------------------------------------------
| Metro International S.A. | Meðalstórt      | Lítið          | Stokkhólmur    |
| SDB                      |                 |                |                |
--------------------------------------------------------------------------------
| Morphic Technologies AB  | Meðalstórt      | Lítið          | Stokkhólmur    |
--------------------------------------------------------------------------------
| Nordicom A/S             | Meðalstórt      | Lítið          | Kaupmannahöfn  |
--------------------------------------------------------------------------------
| PA Resources AB          | Stórt           | Meðalstórt     | Stokkhólmur    |
--------------------------------------------------------------------------------
| RNB RETAIL AND BRANDS AB | Meðalstórt      | Lítið          | Stokkhólmur    |
--------------------------------------------------------------------------------
| Royal UNIBREW A/S        | Meðalstórt      | Lítið          | Kaupmannahöfn  |
--------------------------------------------------------------------------------
| Sparbank                 | Meðalstórt      | Lítið          | Kaupmannahöfn  |
--------------------------------------------------------------------------------

Þess fyrir utan munu 79 félög ekki breyta um flokk á meðan á svokölluðu         
breytingatímabili stendur (samanber lagfæringar á flokkun eftir markaðsvirði sem
tilkynnt var um 29. maí). Breytingatímabilið stendur fram að næstu endurskoðun, 
eða í a.m.k. 12 mánuði, og þýðir að félög með markaðsvirði minna en 50 prósent  
af þröskuldi lágmarks- eða hámarksflokks lúta endurskoðun einu sinni í viðbót   
áður en þau verða færð um nýjan flokk. Flokkun eftir markaðsvirði var lagfærð   
til að minnka áhrif sterkra markaðssveiflna á flokkunina sem og til að auka     
stöðugleika hennar yfir lengri tíma.                                            

Um flokkun eftir markaðsvirði                                                   
Félög tilheyra flokkum eftir markaðsvirði (“Lítil” = Small Cap, “Meðalstór” =   
Mid Cap og “Stór” = Large Cap) og er miðað við meðalmarkaðsvirði þeirra í mánuði
endurskoðunar. Félög með markaðsvirði sem nemur 1 milljarði Evra eða meira      
tilheyra “stórum” félögum, á meðan félög með markaðsvirði sem nemur minna en 150
milljónum Evra tilheyra “litlum” félögum. Félög með markaðsvirði sem nemur 150  
milljónum Evra til eins milljarðs Evra tilheyra “meðalstórum” félögum.          

Um NASDAQ OMX                                                                   
NASDAQ OMX Group, Inc. er stærsta kauphallarfyrirtæki heims. Það veitir         
viðskipta- og kauphallarþjónustu sem og almenna fyrirtækjaþjónustu í sex        
heimsálfum og með yfir 3.900 félög í viðskiptum er það í fararbroddi stærstu    
markaða heims. NASDAQ OMX býður félögum um allan heim upp á fjölda              
fjármögnunarkosta, þar á meðal U.S. listings market, NASDAQ OMX Nordic, ásamt   
First North, og 144A PORTAL Market. Félagið býður upp á viðskipti með fjölda    
eignaflokka, svo sem hlutabréf, afleiður, skuldabréf, hrávörur, samsettar vörur 
og kauphallarsjóði. NASDAQ OMX upplýsingatækni styður starfsemi rúmlega 70      
kauphalla, greiðslustofnana og verðbréfamiðstöðva í yfir 50 löndum. NASDAQ OMX  
Nordic og NASDAQ OMX Baltic eru ekki lögaðilar en hugtakið lýsir sameiginlegri  
þjónustu Nasdaq OMX kauphallanna í Helsinki, Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Íslandi,
Tallinn, Ríga og Vilníus. Nánari upplýsingar um NASDAQ OMX er að finna á        
slóðinni www.nasdaqomx.com.                                                     

Fyrirvari vegna staðhæfinga um framtíðarhorfur                                  

Þau mál sem hér er skýrt frá taka til staðhæfinga um framtíðarhorfur sem gerðar 
eru samkvæmt svonefndum Safe Harbor ákvæðum í bandarískum verðbréfalögum frá    
1995 (Private Securities Litigation Reform Act of 1995). Þessar staðhæfingar    
taka meðal annars til en takmarkast þó ekki við staðhæfingar um afurðir og      
þjónustu NASDAQ OMX. Við minnum á að þessar staðhæfingar eru ekki trygging fyrir
framtíðarafkomu. Raunveruleg niðurstaða kann að vera allt önnur en sú sem fram  
kemur berum orðum eða með öðrum hætti í staðhæfingum um framtíðarhorfur. Í      
staðhæfingum um framtíðarhorfur eru ýmsir áhættu- og óvissuþættir eða aðrir     
þættir sem NASDAQ OMX hefur ekki stjórn á. Þessir þættir byggjast á en          
takmarkast þó ekki við þætti sem gerð er grein fyrir í ársskýrslu NASDAQ OMX á  
svonefndu Form 10-K og árshlutaskýrslum sem sendar eru til bandaríska           
verðbréfaeftirlitsins. Við tökumst ekki á hendur neinar skuldbindingar um að    
endurskoða að neinu leyti staðhæfingar um framtíðarhorfur. Engin trygging er    
fyrir því að verðbréfaeftirlitið muni veita NASDAQ OMX aðila það vald og leyfi  
sem hann kynni að sækja.                                                        

- # -       
                                                                    
Fjölmiðlar:                                                                     

Kristín Jóhannsdóttir                                                           
525 2844                                                                        
kristin.johannsdottir@nasdaqomx.com

Attachments

marketsegm_review_juny09_ice.pdf