Leiðrétting - Ársreikningur 2009 - Frétt birt 2010-05-25 11:03:25


Leiðrétting - Vegna mistaka vantaði áritun endurskoðenda og er úr því bætt hér.
Auk þess eru smávægilegar útlitsbreytingar á skjölunum. Leiðrétt skjöl eru í
viðhengi. 


Ársreikningar Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2009 var samþykktur við síðari umræðu
í bæjarstjórn Ísafjarðar þann 20. maí 2009. 

Nýjar reglur um reikningsskil sveitarfélaga tóku gildi í ársbyrjun 2002 og er
ársreikningurinn í samræmi við þær. Í reglunum felst að reikningsskil
sveitarfélaga eru færð til samræmis við almenn reikningsskil fyrirtækja. 
Rekstrareiningar sveitarfélagsins  skiptast í  A-hluta (sveitarsjóður) og
B-hluta.  Til A-hluta telst starfsemi sveitarsjóðs sem að hluta eða öllu leyti
er fjármögnuð með skatttekjum eða aðalsjóður, eignasjóður og þjónustustöð. Til
B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki/stofnanir sem fjármagnaðar eru
með þjónustutekjum en þau eru: hafnarsjóður, vatnsveita, dvalar- og
hjúkrunarheimili, fráveita, Funi sorpbrennslustöð og Fasteignir Ísafjarðarbæjar
ehf.

Sjá viðhengi.

Nánari upplýsingar veita: Jón Halldór Oddsson, fjármálastjóri
jon.oddsson@isafjordur.is og Védís Jóhanna Geirsdóttir, aðalbókari 
vedis@isafjordur.is í síma 450 8000.

Attachments

isafjbrfrettkauphollreikn2009.pdf arsreikningur2009.pdf