Skuldabréfaútboð - RARIK 15 1


RARIK ohf. hefur ákveðið að efna til útboðs á skuldabréfaflokknum RARIK 15 1. Skuldabréfin eru til 20 ára og greiðast til baka með jöfnum afborgunum, verðtryggð með vísitölu neysluverðs.

Útboðið verður haldið miðvikudaginn 9. desember 2015. Útboðsaðferðin er „hollensk“, þ.e. lægsta samþykkta verð (hæsta ávöxtunarkrafa) ræður söluverði. Skila þarf tilboðum til verðbréfamiðlunar Íslandsbanka fyrir kl. 16.00 á fyrrnefndum degi, í síma 440 4499 eða með tölvupósti til vbm@islandsbanki.is.

Stefnt er að því að taka tilboðum að fjárhæð allt að 7 milljarðar að nafnvirði. Félagið áskilur sér þó rétt til að hækka eða lækka fjárhæð útboðsins, taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum.

Samhliða liggur fyrir lánsloforð erlendrar fjármálastofnunar. Ákvörðun um að hve miklu leyti dregið verður á það lánsloforð verður tekin samhliða eða í kjölfar niðurstöðu útboðs á RARIK 15 1.

Skuldabréfaflokkurinn verður skráður rafrænt hjá Nasdaq Verðbréfamiðstöð þriðjudaginn 15. desember 2015 og mun uppgjör fara fram þann sama dag. Skuldabréfin verða tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland fyrir lok árs 2016.

Íslandsbanki hf. hefur umsjón með útgáfu og útboði skuldabréfanna auk töku þeirra til viðskipta.

Nánari upplýsingar veitir:
Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri
Sími: 528-9000