Seðlabanki Íslands - Af gjaldeyrisútboði


"Þessi tilkynning er upprunalega birt á vefsetri Seðlabanka Íslands. Hún hefur ekki verið birt opinberlega á Evrópska efnahagssvæðinu af hálfu Seðlabanka Íslands, sbr. skilgreiningu laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.

Vísað er til vefseturs Seðlabanka Íslands http://sedlabanki.is

  

Hinn 25. maí 2016 kallaði Seðlabanki Íslands eftir tilboðum um sölu á eignum skráðum í íslenskum krónum gegn greiðslu reiðufjár í erlendum gjaldeyri. Nánar tiltekið er um að ræða aflandskrónaeignir sem uppfylla skilgreiningu laga nr. 37/2016, svonefndar aflandskrónur. Aflandskrónaeigendur gerðu í dag, á milli klukkan 10 og 14, tilboð um sölu á innlendum eignum sínum og kaup á erlendum gjaldeyri. Á næstu dögum verður farið yfir tilboðin. 

Eins og áður hefur verið tilkynnt mun Seðlabankinn birta niðurstöður útboðsins á heimasíðu Seðlabankans eigi síðar en klukkan 9:00 miðvikudaginn 22. júní 2016.