Eva Cederbalk kjörin í stjórn Arion banka


Eva Cederbalk var í dag kjörin í stjórn Arion banka á hluthafafundi bankans. Jafnframt var Þórarinn Þorgeirsson kjörinn í varastjórn í stað Bjargar Arnardóttur.

Stjórn Arion banka skipa nú: Eva Cederbalk, Brynjólfur Bjarnason, Guðrún Johnsen, Jakob Már Ásmundsson, John P. Madden, Kirstín Þ. Flygenring, Måns Höglund og Þóra Hallgrímsdóttir. Kirstín er fulltrúi Bankasýslu ríkisins í stjórninni, aðrir eru tilnefndir af Kaupskilum.

Eva Cederbalk

Eva Cederbalk hefur mikla stjórnunarreynslu eftir að hafa starfað innan sænska fjármálakerfisins til margra ára. Eva starfaði hjá Skandinaviska Enskilda Banken AB á árunum 1975-1998 þar sem hún sinnti margvíslegum stjórnunarstörfum og var forstjóri Netgiro Systems AB 2002-2003 og SBAB Bank AB 2004-2011. Eva er í dag forstjóri Cederbalk Consulting AB. Eva hefur setið í fjölmörgum stjórnum og var meðal annars stjórnarformaður Klarna AB 2009-2016 og sat í stjórn Íslandsbanka 2015-2016. Hún situr í dag meðal annars í stjórn Bilia AB and National Bank of Greece Group. Eva er með meistaragráðu í hagfræði frá Stockholm School of Economics.

Nánari upplýsingar veitir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka, haraldur.eidsson@arionbanki.is, s: 856 7108.