Metfjölda skráðra fyrirtækja náð á mörkuðum Nasdaq Nordic

• Á Aðalmarkaði Nasdaq Stockholm hafa aldrei verið jafnmörg fyrirtæki skráð (319) • Á Nasdaq First North markaðnum náði fjöldi fyrirtækja 300 í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og á Íslandi


Stokkhólmi, Svíþjóð — Fimmtudagur, 19. október, 2017 -- Nasdaq (Nasdaq: NDAQ) tilkynnti í dag að fjöldi skráðra fyrirtækja á Aðalmarkaði Nasdaq Stockholm náði metfjölda, eða 319, við skráningu leikjafyrirtækisins Cherry miðvikudaginn 18. október. Fyrra met var sett 28. júní 2001, þegar 318 félög voru skráð.

„Þetta eru frábær tímamót og annað dæmi um styrk norræna hlutabréfamarkaðarins,” sagði Lauri Rosendahl, forstjóri Nasdaq Stockholm og Nasdaq Nordic. „Rannsóknir sýna að atvinnusköpun og tekjur fyrirtækja aukast töluvert eftir skráningu. Við búum einnig að öflugu umhverfi fjármálaráðgjafa sem og innlendum og erlendum fjárfestum, sem virkilega styðja við fyrirtæki sem fara á hlutabréfamarkað til að knýja áfram frekari vöxt.”

Að auki fagnaði Nasdaq First North – evrópski vaxtarmarkaður Nasdaq fyrir smá og meðalstór fyrirtæki – tímamótum þegar þrjúhundruðasta fyrirtækið var boðið velkomið þann 19. október, en þá var félagið Global Gaming skráð í Stokkhólmi. Nasdaq First North var sett á laggirnar árið 2006. Mikill fjöldi félaga hefur skráð sig á markaðinn undanfarin ár eða 183 frá 1. janúar 2015 (1.9 milljarða evra aflað í hlutafjárútboðum).

„Nasdaq First North heldur áfram að vera leiðandi vettvangur fyrir smá og millistór fyrirtæki í Evrópu,” sagði Adam Kostyál, yfirmaður skráninga Nasdaq í Evrópu. „Núverandi meðbyr á Norðurlöndunum, í samanburði við óvissu á öðrum svæðum, hefur skapað áhuga erlendra fjárfesta og ráðgjafa og það er ánægjulegt að núverandi áætlun hjá okkur gerir ráð fyrir að yfir 10% nýskráninga á næstunni verði fyrirtæki utan Norðurlandanna.”

 

#

Um Nasdaq First North

Nasdaq First North er skilgreint sem markaðstorg fjármálagerninga (e. Multilateral Trading Facility) rekið af Nasdaq Nordic kauphöllunum (Nasdaq First North Denmark er skilgreint sem hliðarmarkaður). Markaðurinn hefur ekki lögbundinn sess sem skipulegur verðbréfamarkaður innan Evrópusambandsins. Félög á Nasdaq  First North lúta reglum Nasdaq First North en ekki þeim lagalegu kvöðum sem fylgja því að skrá fyrirtæki á skipulegan verðbréfamarkað. Áhættan við slíka fjárfestingu getur verið meiri en á Aðalmarkaði.

 

Um Nasdaq

Nasdaq (Nasdaq:NDAQ) er leiðandi á alþjóðavísu í þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta, kauphallartækni, eftirlits, skráninga, upplýsingaþjónustu og þjónustu við skráð fyrirtæki í sex heimsálfum. Nasdaq gerir viðskiptavinum sínum kleift að skipuleggja, hagræða og framkvæma framtíðarsýn sína í viðskiptum af öryggi, með margreyndri tækni sem veitir gagnsæi og innsýn í nútíma alþjóðlega fjármálamarkaði. Nasdaq er frumkvöðull í rafrænum kauphallarviðskiptum, en tækni þess er notuð á yfir 90 mörkuðum í 50 löndum og knýr um það bil ein af hverjum 10 viðskiptum í heiminum. Nasdaq er heimili meira en 3,900 skráðra fyrirtækja að markaðsvirði yfir 12 billjón Bandaríkjadala. Fyrir meiri upplýsingar, heimsæktu http://business.nasdaq.com/

 

Fyrirvari vegna staðhæfinga um framtíðarhorfur

Þau mál sem hér er skýrt frá taka til staðhæfinga um framtíðarhorfur sem gerðar eru samkvæmt svonefndum Safe Harbor ákvæðum í bandarískum verðbréfalögum frá 1995 (Private Securities Litigation Reform Act of 1995). Þessar staðhæfingar taka meðal annars til en takmarkast þó ekki við staðhæfingar um afurðir og þjónustu Nasdaq. Við minnum á að þessar staðhæfingar eru ekki trygging fyrir framtíðarafkomu. Raunveruleg niðurstaða kann að vera allt önnur en sú sem fram kemur berum orðum eða með öðrum hætti í staðhæfingum um framtíðarhorfur. Í staðhæfingum um framtíðarhorfur eru ýmsir áhættu- og óvissuþættir eða aðrir þættir sem Nasdaq hefur ekki stjórn á. Þessir þættir byggjast á en takmarkast þó ekki við þætti sem gerð er grein fyrir í ársskýrslu Nasdaq á svonefndu Form 10-K og árshlutaskýrslum sem sendar eru til bandaríska verðbréfaeftirlitsins. Við tökumst ekki á hendur neinar skuldbindingar um að endurskoða að neinu leyti staðhæfingar um framtíðarhorfur.

 

Nasdaq Nordic lýsir sameiginlegri þjónustu Nasdaq Copenhagen, Nasdaq Helsinki, Nasdaq Iceland og Nasdaq Stockholm.

 

         Fjölmiðlasamskipti:
         Kristín Jóhannsd
         kristin.johannsdottir@nasdaq.com
         868 9836


Attachments

2017_1019_Record Number of Listings Reached at Nasdaq Nordic Markets_ICE.pdf