Aðalfundur VÍS 22. mars 2018 - Framboð til stjórnar


Framboðsfrestur til stjórnar Vátryggingafélags Íslands hf. rann út í dag kl. 16:00. Eftirtaldir einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn félagsins:

Framboð til stjórnar:

Gestur Breiðfjörð Gestsson
Helga Hlín Hákonardóttir
Jón Sigurðsson
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir
Valdimar Svavarsson

Framboð til varastjórnarsetu:

Ólöf Hildur Pálsdóttir
Sveinn Friðrik Sveinsson

Er það mat stjórnar að öll framboð séu gild, sbr. 63. gr. a hlutafélagalaga, og að allir frambjóðendur séu óháðir VÍS. Enginn hluthafi í VÍS á 10% hlutafjár í félaginu eða meira. Ekki þarf því að meta óhæði gagnvart stórum hluthöfum.

Samkvæmt samþykktum félagsins skal stjórn skipuð fimm aðalmönnum og tveimur til vara. Þar sem fleiri framboð bárust ekki munu framangreindir einstaklingar verða sjálfkjörnir í stjórn félagsins á aðalfundi og ekki mun koma til atkvæðagreiðslu. Ákvæði laga og samþykkta félagsins um kynjahlutföll eru uppfyllt með skipan framangreindrar stjórnar.

Nánari upplýsingar um frambjóðendur má finna í meðfylgjandi viðhengi.


Attachments

Frambjóðendur til stjórnar Vátryggingafélags Íslands hf aðalfundi 2018.pdf