Leiðrétting: VÍS: Samsett hlutfall og ávöxtun fjáreigna í mars 2018


Samsett hlutfall var 90,8% í mars en það var 115,7% í mars 2017. Samsett hlutfall það sem af er ári er 97,3% og samsett hlutfall síðustu 12 mánuði er 93,1%.

Nafnhækkun fjárfestingaeigna VÍS í mars var 1,0% en nafnhækkun frá áramótum er 2,9%.

VÍS greiddi viðskiptavinum sínum um 1,5 milljarð króna í tjónabætur í mars og hefur greitt viðskiptavinum 3,7 milljarða króna í tjónabætur það sem af er ári.

*Samsett hlutfall er tjónakostnaður, endurtryggingakostnaður og rekstrarkostnaður sem hlutfall af iðgjöldum
**Hafa ber í huga að tjónakostnaður tryggingafélaga getur sveiflast mjög á milli mánaða

Nánari upplýsingar veitir Andri Ólafsson samskiptastjóri í síma 660-5105.