Skeljungur hf.: Jákvæð afkomuviðvörun


Áður birt afkomuspá fyrir árið 2018 gerði ráð fyrir að EBITDA yrði á bilinu 2.800-3.000 m.kr. og fjárfestingar yrðu á bilinu 750-850 m.kr.

Félagið hefur ákveðið miðað við þær forsendur sem nú liggja fyrir að hækka EBITDA spá ársins 2018 úr 2.800-3.000 m.kr. í 3.100-3.300 m.kr. en að áætlun varðandi fjárfestingar haldist óbreytt, þ.e. 750-850 m.kr.

Við vinnslu á árshlutauppgjöri og uppfærðri áætlanagerð fyrir árið 2018 kom í ljós að horfur eru á að afkoma ársins í heild verði betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Helsta ástæða fyrir betri afkomu á fyrri helmingi ársins en gert hafði verið ráð fyrir helgast af betri afkomu af eldsneytissölu. Meiri sala var á flugeldsneyti og á eldsneyti til erlendra skipa en gert hafði verið ráð fyrir. Þá hefur áætlun félagsins fyrir seinni hluta ársins verið hækkuð í takt við betri horfur.

Hafa ber í huga að gerðar breytingar á EBITDA spánni eru ekki byggðar á endanlegu uppgjöri, endurskoðuðum eða könnuðum niðurstöðum. Félagið vinnur enn að árshlutauppgjöri og geta því forsendur og aðstæður tekið breytingum og þar af leiðandi getur afkoma félagsins af fyrstu sex mánuðum ársins, sem og vænt ársafkoma félagsins, orðið frábrugðin núverandi horfum. Þess má geta að endanlegt árshlutauppgjör er ekki endurskoðað heldur kannað.

Félagið mun birta uppgjör fyrri árshluta 2018 eftir lokun markaða þriðjudaginn 28. ágúst næstkomandi. Af því tilefni býður Skeljungur til opins kynningarfundar miðvikudaginn 29. ágúst 2018, kl. 8:30, á hótel Hilton Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík, fundarsal I.


Nánari upplýsingar veitir Hendrik Egholm, forstjóri; fjarfestar@skeljungur.is, s: 840-3002.



Skeljungur er orkufyrirtæki sem selur vörur og þjónustu á Íslandi, í Færeyjum og á Norður-Atlantshafinu. Meginstarfsemi félagsins er innflutningur, birgðahald, sala og dreifing á eldsneyti og eldsneytistengdum vörum. Félagið starfrækir 76 eldsneytisstöðvar og 6 birgðastöðvar á Íslandi og í Færeyjum. Auk þess rekur selur félagið áburð og og efnavörur á Íslandi og rekur verslanir og þjónustar og selur olíu til húshitunar í Færeyjum. Viðskiptavinir Skeljungs spanna frá einstaklingum til fyrirtækja, í sjávarútvegi, landbúnaði, flutningum, flugi og til verktaka. Starfsemin er rekin undir merkjunum Skeljungur, Orkan, OrkanX og Magn. Meginmarkmið Skeljungs er að að þjóna orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í sátt við umhverfi sitt.

www.skeljungur.is

https://www.linkedin.com/company/skeljungur-hf/