Spölur ehf - Árshlutauppgjör 1.janúar 2018 til 30 júní 2018


Afkomutilkynning
Reykjavík, 28. ágúst 2018

Árshlutauppgjör 1. janúar 2018 til 30. júní 2018

  • Tap Spalar ehf eftir skatta fyrir tímabilið 1. janúar 2018 til 30. júní 2018 nam kr. 1.836.738 m.kr. en hagnaður á tímabilinu 1. janúar 2017 til 30. júní 2017 nam 307.494 m.kr. Tap Spalar ehf eftir skatta á öðrum ársfjórðungi félagsins sem er 1. apríl 2018 til 30. júní 2018 nam 1.943.069 m.kr. Á sama tíma árið á undan nam hagnaður félagsins 199,4 m.kr.
  • Greiðsluflæðið gefur hins vegar betri mynd af gangi félagsins þar sem verðbætur vegna vísitöluhækkana lána dreifast til greiðslu fram til loka lánstímans, þ.e. 2018. Greiðslugeta félagsins undanfarin 5 ár hefur verið sterk. Um 430 mkr. (2016:800 mkr.) voru greiddar í afborganir og vexti á tímabilinu 1. janúar 2017 til 31. desember 2017 og nauðsynlegt umframfjármagn var að auki til staðar 31. desember 2017 eins og lánasamningar gera ráð fyrir.
  • Veggjald nam 715.966 m.kr. fyrstu 6 mánuði ársins til samanburðar við 686,7 m.kr. árið áður sem er 4,3% hækkun.
  • Rekstrarkostnaður Spalar ehf án afskrifta fyrstu 6 mánuði ársins nam 279 m.kr. og hækkar um rúmar 54 m.kr frá árinu áður þegar hann nam 225 m.kr. Helstu breytingar eru vegna aukins launakostnaðar, viðhalds- og sérfræðikostnaðar.
  • Afskriftir á tímabilinu námu 2.733 m.kr., og voru á sama tímabili árið áður 62,3 m. kr.
  • Vaxtagjöld og verðbætur lækka á milli tímabila um 10,8 m. kr.
  • Skuldir Spalar ehf lækka úr 1.699 m.kr. þann 31. desember 2017 í 1.203 m.kr. þann 30. júní 2018.
  • Spölur ehf er að fullu í eigu Eignarhaldsfélagsins Spalar hf.

Um uppgjörið

Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar, segir að umferð sé sú sama og tekjur heldur meiri en áætlanir fyrir fyrstu 6 mánuði rekstrarársins gerðu ráð fyrir.
Á grundvelli ákvörðunar ríkisins á fyrri hluta ársins 2018 eru veggöngin ásamt tilheyrandi mannvirkjum færð niður í afhendingarverðmæti til ríkisins á tímabilinu 1. janúar 2018 til áætlaðs afhendingardags. Afskriftir ársins 2018 breytast til samræmis.
_________________________________________________________________________________________________
Nánari upplýsingar veitir Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar ehf, í síma 433 5910.

Lykiltölur úr rekstri Spalar ehf
í þúsundum króna

  Annar    Fyrri   
  ársfjórðungur   árshelmingur  
  1/4 18 1/4 17 1/1 18 1/1 17
 Skýr30/6 18 30/6 17 30/6 18 30/6 17
         
Veggjald ............................................................................. 429.760  413.201  715.966  686.714 
         
Viðhald og rekstur ganga ...................................................  (86.820)  (80.787)  (157.969)  (140.164)
Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður .....................................  (69.925)  (41.973)  (118.820)  (83.625)
Niðurfærsla viðskiptakrafna ...............................................  (1.335)  (438)  (1.987)  (958)
Afskriftir ..............................................................................5 (2.702.292)  (31.406)  (2.732.792)  (62.316)
         
Rekstrarhagnaður (tap) (2.430.613) 258.596  (2.295.602) 399.651 
         
Vaxtatekjur og verðbætur ................................................ 8.042  5.691  14.089  9.977 
Vaxtagjöld og verðbætur .................................................  (6.255)  (15.097)  (14.410)  (25.247)
   1.787   (9.406)  (321)  (15.270)
         
Hagnaður (tap) fyrir skatta (2.428.825) 249.191  (2.295.923) 384.381 
         
Tekjuskattur ......................................................................4 485.757   (49.838)  459.185   (76.887)
         
Hagnaður (tap) tímabilsins (1.943.069) 199.353  (1.836.738) 307.494 
         
         
Heildarafkoma tímabilsins (1.943.069) 199.353  (1.836.738) 307.494 

Lykiltölur úr efnahagsreikningi Spalar ehf í þúsundum króna

 30/06 201831/12 2017 
    
Eignir samtals2.619.334 4.951.374  
Eigið fé1.415.983 3.252.722  
Skuldir samtals1.203.350 1.698.652  
Veltufjárhlutfall1,35 0,90  
Eiginfjárhlutfall54,06%65,69% 
   

Grundvöllur reikningsskila

Ársreikningur er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir hafa verið samþykktir af ESB.
Árshlutareikningur er gerður til samræmis við alþjóðlegan reikningsskilastaðal fyrir árshlutareikninga (IAS 34 “Interim Financial Reporting“) eins og hann hefur verið samþykktur af ESB.   

Rekstrarreikningur

Tap tímabilsins nam 1.836,7 m.kr. en á tímabilinu árið áður nam hagnaður félagsins 307,5 m.kr.

Rekstrartap tímabilsins fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld er 2.295,6 m.kr. en var árið áður fyrir sama tímabil rekstrarhagnaður 399 m.kr.

Tekjur

Veggjald á tímabilinu nam 715,9 m.kr. samanborið við 686,7 m.kr. árið áður og hækkar því um 4,3%.

Gjöld

Rekstrarkostnaður félagsins án afskrifta á tímabilinu var 279 m.kr. og hækkar um 24% frá sama tímabili ári áður þegar hann nam 225 mkr. Rekstrarkostnaður án afskrifta á öðrum ársfjórðungi nam 158 m.kr. og hækkaði um 35 m.kr. frá árinu áður þegar hann nam 123 m.kr.

Afskriftir

Afskriftir á tímabilinu námu 2.733 m.kr., og voru á sama tímabili árið áður 62 m. kr

Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld

Á tímabilinu voru fjármunatekjur og fjármagnsgjöld 0,321 m.kr og lækka um 98% frá sama tímabili ári áður þegar þau voru 15,3 m.kr.

Efnahagsreikningur

Eignir

Heildareignir Spalar ehf 30. júní 2018 voru 2.619 m.kr. Þann 31. desember 2017 námu þær 4.951 m.kr. Eignir félagsins hafa því lækkað um 2.332 mkr.

Eigið fé og skuldir

Eigið fé Spalar er 1.416 m.kr. og lækkar um 1.837 m.kr. frá 31. desember 2017.

Skuldir félagsins námu 1.203 m.kr. 30. júní 2018 og lækka þær um 495 m.kr. frá 31. desember 2017. Þessi lækkun skýrist meðal annars af lækkun á skuldabréfaláni og breytingu á tekjuskattsskuldbindingu.

Sjóðstreymi

Handbært fé frá rekstri með vöxtum var 350,5 m.kr. á tímabilinu 1. janúar til 30. júní 2018 en fyrir sama tímabil árið á undan var handbært fé frá rekstri með vöxtum 419,5 m.kr.

Handbært fé stendur í 1.107 m.kr. í lok júní 2018.

Þróun rekstrar

Hér á eftir má sjá afkomu rekstrar og þróun hans á milli fyrstu tveggja ársfjórðunga frá 1. janúar til 31. mars 2018 og 1. apríl til 30. júní 2018, samanborið við sömu tímabil fyrra árs.

Ársfjórðungsyfirlit í þúsundum króna       
        
        
 2. ársfj. 1. ársfj. 2. ársfj. 1. ársfj.
 1/4 18 - 1/1 18 - 1/4 17 - 1/1 17 -
 30/6 18 31/3 18 30/6 17 31/3 17
        
Veggjald .......................................................429.760  286.207  413.201  273.513 
Viðhald og rekstur ganga ............................. (86.820)  (71.148)  (80.787)  (59.377)
Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður ............... (69.925)  (48.895)  (41.973)  (41.652)
Niðurfærsla viðskiptakrafna........................... (1.335) (652)  (438) (519)
Rekstrarhagn. (tap) f. afskriftir (EBITDA) .271.679  165.511  290.002  171.965 
Afskriftir......................................................... (2.702.292)  (30.501)  (31.406)  (30.910)
Rekstrarhagnaður (tap) (EBIT) .................(2.430.613) 135.011  258.596  141.055 
        
Fjárm.tekjur- og (fjárm.gjöld) - nettó ............. 1.787   (2.108)  (9.406)  (5.865)
        
Hagnaður (tap) fyrir skatta .........................(2.428.826) 132.903  249.191  135.190 
        
Tekjuskattur .................................................. 485.757   (26.573)  (49.838)  (27.049)
        
Hagnaður (tap) ársfjórðungs ......................(1.943.069) 106.330  199.353  108.141 

Rekstrarhorfur og framtíðarsýn

Gert er ráð fyrir að göngin verði afhent ríkinu haustið 2018.

Endurskoðun og könnun

Árshlutauppgjörið hefur hvorki verið endurskoðað né kannað af endurskoðendum félagsins, PricewaterhouseCoopers ehf. Stjórn og framkvæmdastjóri Spalar ehf hafa í dag samþykkt árshlutareikning félagsins fyrir tímabilið 1. janúar 2018 til 30. júní 2018.


Viðhengi


Attachments

Fréttatilkynning frá Speli ehf 30 06 2018 Árshlutareikningur 30.06.2018