VÍS: Framboð til stjórnar


Stjórn Vátryggingafélags Íslands hf. hefur boðað til hluthafafundar í félaginu sem verður haldinn í höfuðstöðvum félagsins að Ármúla 3, 108 Reykjavík, föstudaginn 14. desember 2018. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 16:00.

Á dagskrá fundarins er kosning stjórnar. Meðfylgjandi eru upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar VÍS ásamt skýrslu tilnefningarnefndar. 
Að kvöldi 11. desember sagði Helga Hlín Hákonardóttir sig úr tilnefningarnefnd VÍS.

Tilnefningarnefnd hefur farið yfir framboðin og er það mat nefndarinnar að öll framboð séu gild, sbr. 63. gr. a. hlutafélagalaga, og að allir frambjóðendur séu óháðir VÍS. Enginn hluthafi í VÍS á yfir 10% hlutafjár í félaginu eða meira. Ekki þarf því að meta óhæði gagnvart stórum hluthöfum.

Samkvæmt samþykktum félagsins skal stjórn skipuð fimm aðalmönnum og tveimur til vara.

Reykjavík, 11. desember 2018.
Tilnefningarnefnd VÍS

Viðhengi


Attachments

Frambjóðendur til stjórnar Vátryggingafélags Íslands hf hluthafafundi 2018 Lokaskýrsla.VÍS