Landsbankinn hf.: Niðurstöður endurkaupatilboðs


Landsbankinn hf. tilkynnti í dag um niðurstöður endurkaupatilboðs sem birt var þann 4. mars 2024 til eigenda skuldabréfa í evrum á gjalddaga 2024 (ISIN: XS2121467497) og í evrum á gjalddaga 2025 (ISIN: XS2306621934) þar sem bankinn bauðst til að kaupa skuldabréfin til baka gegn greiðslu reiðufjár. Endurkaupin byggðu á skilmálum endurkaupatilboðs (e. tender offer memorandum).

Í skuldabréfaflokk í evrum á gjalddaga 2024 bárust gild tilboð að fjárhæð 83.887.000 evra og voru þau öll samþykkt. Í skuldabréfaflokk í evrum á gjalddaga 2025 bárust gild tilboð að fjárhæð 111.601.000 evra og þar af voru tilboð að fjárhæð 100.000.000 evra samþykkt.

Umsjónaraðilar eru ABN AMRO Bank, Barclays Bank, BofA Securities og Goldman Sachs Bank Europe.

Nánari upplýsingar um niðurstöður endurkaupatilboðs má finna í tilkynningu í írsku kauphöllinni (www.ise.ie) þar sem skuldabréfin eru skráð.